mánudagur, 28. maí 2007





Jæja, þetta dundaði ég mér við á laugardaginn og gaf litlabróður og frú í innflutningsgjöf þegar þau fluttu inn í fyrstu íbúðina sína (sem þau eiga sjálf). Þau keyptu sér í nýja hverfinu í Kópavogi og voru með innflutningskaffiboð í gær.
Ég bjó sem sagt til þessa bók, og setti 8 uppskriftir sem ég er búin að safna að mér, uppskriftir sem GETA ekki klikkað og öllum finnast góðar... Góð gjöf?

laugardagur, 26. maí 2007

Nýtt skrapp (mín öflug bara...)



Ég fór aftur til Söru í gær og skrappaði og skrappaði og skrappaði meira. Náði tveimur síðum, FÁB verkefni (fyrsta brosið) og þessari síðu með mynd af fjórum kynslóðum.
Fyrsta brosið: BG - Stella Ruby: Coffee and desert, og Fancy Pants, Fancyfree collection, veit ekki hvað blaðið sjálft heitir, en notaði báðar hliðarnar. Svo notaði ég AL dútlstimplana til að stimpla dútlið, stórt blóm sem ég fékk í RAKi, prima miniblóm frá Söru og bling inn í blómin...
Kvenleggur: Diane´s Daughters - Rustic Gem collection. Fyrri pp heitir Jade og ég man ekkert hvað seinni heitir. Nenni ekki að fletta því upp heldur :P Dútlið eru AL stimplar frá Söru, blómin primablóm. Titillinn er BG stafalímmiðar frá Söru sem, fylgja engri línu og heita Basic Vintage minnir mig. Sara leiðréttir mig þá bara ef þeir heita eitthvað annað...
Myndin á þessari síðu er frá vinstri: Ég, mamma, amma, Hrafnhildur systir mín, Svanborg Ásta og Margrét Rún, dætur mínar.
Í kvöld ætla ég svo að búa til Flip book, set inn myndir ;)

fimmtudagur, 24. maí 2007



Í dag var ég hjá Söru að skrappa í AAALLAN dag... Svana Snúlla var svo góð, undi sér vel og svaf mikið. Græna síðan er FÁB verkefni, heimferðin, og hin síðan á að tóna á móti sniglasíðunni.
Heimferðarsíðan: Pp - Perhaps: Princess Pea og Elsa. Dútl: BG Wholy Cow hvítt rubon. Titill: MM rubon.
Svana Sybbna: Pp - Perhaps: Red Riding Hood, Beatrice og Princess Pea. Dútl: BG Wholy Cow hvítt rubon. Titill Mm rubon. Blóm - prima, stór og embossed.

miðvikudagur, 23. maí 2007



Ég fékk þessa gordjöss TT stimpla hjá Söru, við ákváðum að skiptast á stimplum í nokkra daga. Hún fékk mína AL clear stamps (Swirls v.2).

Allavega VARÐ ég að prófa, og bjó til eitt lítið kort (alltaf gott að eiga lager af þeim ;)

Nú langar mig ENNÞÁ MEIRA í þessa stimpla!!

þriðjudagur, 22. maí 2007

Ógurlegur snigill


Hér er síða sem ég gerði um yngri dótturina og leikfang sem henni var gefið. Þetta er snigill sem Sara gaf henni, og hræddi aumingja stelpuna alveg skelfilega. Svo voru vondu foreldrarnir svo illgjarnir að hræða hana aftur svo það næðust myndir....

Pp. er Perhaps: Beatrice og Red Riding Hood. Blóm eru Prima, embossed. Stafir eru gerðir með MM rubon.

sunnudagur, 20. maí 2007

Ný kort





Jæja, tvö afmæli í dag... Hjá systur minni, henni Uglu (8 ára) og guðsyni mínum, Ragnari Má, (6 ára). Gerði þess vegna tvö kort... Er nokkuð sátt. Blingið á Uglu korti er allt saman bleikt, það skannaðist hálf asnalega af því að það er svo þykkt.

Náði ekkert að skrappa í gær, Svana var óróleg, það kom fullt fullt af gestum og loksins þegar allt róaðist var ég svo uppgefin að ég hrundi bara í rúmið... sjáum til hvað gerist í kvöld. Er með dásamlegar myndir sem ég lét framkalla í gær.

laugardagur, 19. maí 2007

Ég fór í föndurstofuna í gær og keypti nýja límmús, því mín var svo ósvífin að brotna... Keypti líka pensil til að mála chipboard-in mín (pælið í lúða, maður á chipboard og málningu og heldur að það sé nóg, en nei, þegar til á að taka vantar PENSIL!). Keypti líka 10 svona lítil krúttleg græn filtblóm...

Svo átti aldeilis að skrappa í gær en nei, hvað haldiði, snúllurnar mínar voru með eeeendalaust vesen. Svo að þegar Margrét fór yfir til mömmu að gista og Svana var búin að æla á pabba sinn, fara í allsherjarþrif og fataskiptingu, drekka og sofna, þá fékk ég leyfi hjá Hirti til að stinga af í klukkutíma. Fór á kaffihús, las í bók og drakk kók og naut þess að eiga smástund í friði... ohh ég er svo HEPPIN að eiga mann sem skilur að mig vantar þetta eftir erfiða daga...

Svo ætlaði ég að skrappa þegar ég kom heim, en nei, þá var Svana vöknuð. Allt í lagi, hugsa ég, ég bara gef henni og skrappa svo. Nei, svo er ég sest í tölvuna, með hana í fanginu að láta hana ropa, og viti menn, hún ælir aftur. Yfir mig alla og sig alla. Þvílíkar gusur, bara. ÚFF!

Þegar við vorum búin að skipta um föt og þvo okkur báðum var klukkan orðin vel yfir miðnætti, ég þurfti að hringja á barnaspítalann (þarf alltaf að gera það ef hún ælir svona mikið með stuttu millibili upp á jafnvægi salta í líkamanum) og það tók tíma.... svo það var ekkert skrappað í gær. Aumingja ælusnúllan mín. Hún sofnaði svo í fanginu á pabba sínum og svaf í 6 og hálfan tíma... ekki slæmt... ég held að þetta sé metið hennar með blund í einum dúr.

Í morgun fórum við Hjörtur svo í að taka til, ég í skiptiborðinu (Mount Laundry gnæfði yfir því... erum að skipta um stærð á fötum hjá Svönu svo ÖLL fötin í 62 voru hrein í hrúgu ofan á því), og svo á skrappborðinu... þvílík snilld. Sara gaf mér tvo kassa undir skrappdótið, stimplarnir mínir, stimpilpúðar og embossduft fór í annan þeirra, og chipboard í hinn. Svo tók ég lötufötuna í gegn líka, henti ýmsu ónýtu (t.d. loksins loksins tómu límmúsinni úr föndru, þeirri sem þeir eru HÆTTIR að kaupa áfyllingar í), og nú er aðstaðan mín mikið skipulagðari og þægilegri, JEIJ!!
Reyni kannski eitthvað að gera í dag, en það er grillveisla í kvöld svo það er vafasamt hvort það takist...

fimmtudagur, 17. maí 2007

Photoshop Cs3

Ohh, hvað er gaman að læra eitthvað nýtt... Ég lærði að skeyta saman síðum í Cs3 áðan, og það er stór munur á því hvað síðurnar eru flottar.. nú er ekki lengur HUGES stór og LJÓT lína yfir miðja síðuna... samskeytin sjást ekki!
Ég lagaði allar myndirnar hér fyrir neðan :)

Meira skrapp, meira skrapp






Jæja, ég var dugleg í kvöld líka... kláraði aðra síðu í F.Á.B. Heimsóknir frá ættingjum. Myndirnar eru af öllum foreldrunum mínum, mömmu og manninum hennar á fyrri myndinni, og svo mömmu og pabba með mig og stelpurnar mínar á seinni myndinni. Eina myndin sem ég á af mér með báðum foreldrum mínum, og mér þykir svo gaman að eiga hana að ég hengi hana örugglega upp á vegg...


Síðan er gerð eftir skissu frá Beggu, og fer í helgarskissuáskorunina hennar inni á scrapbook.is.


Pappírinn er Sweet Pea Alyssa - Blossom, frá Basic Grey. Blómin eru Prima blóm úr svona bitty bag, poka með alls kyns prima blómum sem ég keypti hjá Steinu dúllurassi fyrir löngu síðan. Dútlið eru 2 Autumn leaves clear stamps sem ég stimplaði til skiptis (hugmynd stolið frá Söru Snúði).


Já, ég er ánægð með hana... fínt eftir hina síðuna, þar sem ég notaði 5 mismunandi pappíra að nota bara einn hér...


Ég komst í svona brjálað stuð þegar Áslaug Ott. (af listanum og kona Sigga, vinar Hjartar) kíkti hérna við með allt skrappdótið sitt. Planið var að skrappa, en við komumst aldrei lengra en að skoða dót hvorrar annarrar og kjafta... gerum aðra tilraun seinna :)

Skrapp










Þetta er opna sem ég gerði um fæðingu yngri dótturinnar fyrir F.Á.B. (Fyrsta ár barnsins). Hún olli mér miklum heilabrotum og ég varð eiginlega að beita mig hörðu til að gera hana, því ég var svo hrædd um að gera hana vitlaust. Á endanum rökfærði ég þetta svona við sjálfa mig: Þú getur alltaf framkallað myndirnar aftur og gert þetta upp á nýtt... Það dugði, en þrátt fyrir það fór næstum allur dagurinn í gær í þetta. Ég er nokkuð ánægð með árangurinn...

miðvikudagur, 16. maí 2007