laugardagur, 30. júní 2007

Jæja, loksins eitthvað gert...


Hmm, fékk þær skemmtilegu fréttir í vikunni að síðan mín um Londonferðina hefði verið samþykkt af BG galleríinu.
Er búin að vera í svolítilli skrapplægð síðustu daga (en búin að gera helling af skissum, getið kíkt á skissubloggið ef þið viljið sjá þær).
Í dag hins vegar keypti ég Cardmaking and Papercraft tímaritið og það fylgdi frír fiðrildastimpill með. Það voru nokkrar hugmyndir inni í blaðinu um hvernig maður gæti notað stimpilinn og ég prófaði eina af þeim.. svolítið aðlagaða að sjálfsögðu.
Þetta er svolítið ólíkt því sem ég er vön að gera, en engu að síður flott... er talsvert ánægð með það bara!

mánudagur, 25. júní 2007

Áskorun af scrap.is

1. Um hvað var síðasta síðan sem þú gerðir? Opna um Londonferðina mína og Hjartar.

2. Hvaða skrappara lítur þú upp til og af hverju? Hmm.. erfið spurning... þeirra sem ég get lært eitthvað af :)

3. Hvað hefur þú ekki gert á skrapp síðu en langar að prufa? Langar að prufa Fancy Pants chipboard, (á sko nokkur í pöntun hjá Hönnu Kj) og Diamond Glaze...

4. Hvaða tími dagsins hentar þér best til að skrappa? Eins og er skrappa ég mest yfir daginn, enda í fæðingarorlofi...

5. Settu link inn á 2 blogg sem þú heimsækir reglulega. Hmm.... www.snudaskrapp.blogspot.com og www.mariamoritz.bloggar.is

föstudagur, 22. júní 2007

Ný opna



Ég skrappaði eina opnu í dag... með Söru. Ein er eftir minni eigin skissu (er á Skissublogginu mínu til hliðar), og hin eftir Þórunnar skissu. Myndirnar eru úr ferð okkar Hjartar til London í nóvember. Ooooh það var skemmtileg ferð. Allavega...

Pp er Perhaps og Stella Ruby frá BG, titill Crateboard (crush collection), dútl og journal box nýjir gordjöss bjútifúl stimplar frá Fancy Pants sem Sara var að fá sér... :)
Ég er mjög ánægð með síðurnar... get ekki að því gert (vil það ekki heldur).

þriðjudagur, 19. júní 2007

Sara kom í dag...



...og við skröppuðum. Ég skrappaði þessar tvær síður og það fór mikil vinna í þær, enda 32 bling á annarri og 29 á hinni! Svo eru chipboard stafirnir líka málaðir, og dútlið allt stimplað (Autumn leaves). Journal boxið auðvitað AL líka. Blómin eru Prima embossed. Myndirnar eru af Svönu minni í fyrsta baðinu sínu.

mánudagur, 18. júní 2007



Jæja, ég fór aftur til Söru eftir hádegið og kláraði eina enn síðu, í þetta sinn var það í FÁB albúmið hennar Svönu. Mömmuknús heitir síðan og er unnin eftir nýrri skissu eftir Þórunni. Pp: BG, Blush, Perhaps og Skate Shoppe. Dútlstimplar eru AL stimplarnir hennar Söru, Journalstimpillinn sömuleiðis. Blóm eru nýju gordjöss bjútifúl blómin frá henni Gógó, plús blóm sem ég fékk í raki frá Söru. Titillinn er svartur rubon frá (you guessed it)... Söru! :)

Hvar væri ég stödd ef ég ætti ekki Söru, það er góóóð spurning...

Afrakstur dagsins var góður, við afköstuðum 3 síðum hvor.

Handdútlið nær allan hringinn á síðunni, en skannaðist hins vegar ekki alveg alla leið...




Enn einn skrappdagurinn hjá Söru. Hann er nú bara hálfnaður, og samt kláraði ég opnu í Margrétar albúm. Pp er Fancy Pants sem ég fékk frá Ólöfu í Pakkaleik 3 og Crate pp, úr Samantha safninu. Blóm eru prima úr raki frá Söru. Myndirnar eru af Margréti minni þegar hún vaknaði einn daginn í hrikalega góðu skapi.

Jæja, ætla aftur til Söru, skrappa MEIRA ó JÁ!

sunnudagur, 17. júní 2007

Meira skrapp í fína skrappherberginu.



Ég var búin að taka til myndir og pappír til að skrappa í gær, en var svo upptekin af því að skipta mér ekki af Hirti að ég gat ekkert skrappað :D

En í kvöld gat ég það. Skrappaði opnu þar sem báðar skissurnar eru eftir Þórunni (og líka skissan sem ég vann Við tvö uppúr, gleymdi bara að minnast á það.) Pp er K & Co, K-ology á bazzil grunni. Dútl að venju AL clear stamps með litlu blingi úr FK skrapp, blómin eru Prima, rak sem ég fékk frá Söru.

Myndirnar eru af stóru skutlunni minni að máta útifötin hennar mömmu sinnar ;)

laugardagur, 16. júní 2007

Ég var ekki að skrappa...


... Hjörtur var að því!! Og stóð sig ekkert smá vel! Hann samþykkti upphaflega að skrappa eina síðu í tengslum við áskorun inni á skrapplistanum, en svo vorum við að flytja akkúrat á sama tíma, svo við misstum af henni, og hann gerði síðuna núna. Valdi allt sjálfur, notaði skissu frá Þórunni (sem er BEAUTIFUL), pp frá Crate (Samantha collection), dútlstimplana frá AL og primablóm.

Það var erfitt að skipta sér ekki af en það tókst! Og ég get sko verið stolt af manninum mínum því þetta er glæsileg fyrsta síða!

föstudagur, 15. júní 2007

Loksins skrapp í nýja húsinu :)


Jæja, loksins er aðstaðan komin upp og Sara kom til mín í dag. Við sátum að skrappi heillengi, ég skrappaði eina síðu og er talsvert ánægð með hana.
Pp er Crate pp, Crush Collection. Hjörtun eru gerð með hjartapunchinum hennar Söru, dútlið með AL dútlstimplum. Litla Blingið er úr bling pokunum sem eru til sölu í FK skrappi, stóra blingið úr Litir og Föndur. Titillinn er MM Rubon stafróf frá Söru og blómið stimplað úr Technique Tuesday stimplunum hennar Söru... skrautið á blóminu er úr Föndru.
Síðan skannaðist pínu skökk, en er það ekki í RL.

fimmtudagur, 14. júní 2007

Ekkert skrapp?

Ég er ekkert búin að skrappa lengi lengi (tvær vikur alveg!). Það er ekki vegna þess að áhugann vanti heldur var ég að flytja og allt skrappdótið er ennþá ofan í kössum!
En Hjörtur er búinn að skrúfa upp allar hillurnar, svo ég get byrjað að koma mér fyrir á eftir ;)
Ég fór í föndurstofuna í gær og óskaði að ég væri milli... ekkert smá flottar vörur frá Queen & Co, flott 3-ring album á 2490, og hellingur af flottum pp... ég fékk 4 bls af þessum nýja pp og náði í pp úr Gypsy og Lilikate...
Svo fékk ég blóm og dútlbling hjá Gógó um daginn, og keypti nýja Crate pp línu og crateboard um daginn sem ég er ekkert farin að nota. Já, og bling og eyrnalokkaskraut... bara fullt fullt af nýju dóti, ha :)
Svo ég verð að fara að koma mér fyrir í nýja skrappherberginu mínu... (Hjörtur fær að hafa eitt hornið undir tölvuna mína, enda kemur hans óuppgötvaða föndurgen sér vel þegar maður er í pp valkvíðavandamálum:)
En ég ætla sem sagt að byrja að skrappa á eftir vonandi og get kannski sýnt ykkur eitthvað á morgun...