laugardagur, 24. nóvember 2007

Nýjar síður :)



Já, þetta er víst afrakstur fimmtudagskvöldsins... ég fór og skrappaði með einni vinkonunni. Ég ákvað að skrappa SÍÐUR og ekki í jólagjafaalbúmin... er að fá nett ógeð á þessu jólaskrappi alla daga og farin að sakna þess að skrappa síður. Er nú líka komin með dágóðan bunka af nýju dóti síðan ég byrjaði að vinna í Scrap og var svolítið farið að klæja í puttana að koma því í gagnið. Svo ég ákvað: Ekkert jóla, engir afgangar og NÝTT DÓT... tók bara með mér nýjan BG pp (periphery, mellow, recess og obscure) og nýja dótið úr Scrap...
Í síðuna "laumufarþegi" notaði ég pp úr "Mellow" línunni. Blómin eru hekluð posies frá Fancy Pants (Harvest) og die cuts úr "Mellow". Titillinn MM rubon og "Mellow" límmiðastafir. Borðinn er úr "Periphery". Myndirnar eru af Svönu í ferðatösku, en hún var sett þarna þegar mig vantaði stað fyrir hana í sumarfriinu og allt á rúi og stúi... Rubon er American crafts og úr Figgy Pudding (en holly var klippt frá).
Í síðunni "Sæta mús" er allt úr Periphery, pp, tölur, mini monos til að klæða chipboard... blómin eru svo primablóm (nærbuxna). Rubon er American crafts.

fimmtudagur, 15. nóvember 2007




Jæja maður notar veikindin í ýmislegt :) Ég skellti í fljótheitum í eitt box, en leiðbeiningarnar að því er að finna í creating keepsakes tímaritinu, desemberblaðinu á bls. 93. Svo var ég að reyna að herma eftir stimpiltækninni hennar Huldu P, en á bara alls ekki réttu græjurnar, svo það varð eitthvað hálf veikluleg eftirherma. Kortið er samt mun flottara í alvörunni, það skannaðist hrottalega illa. Svo er það fyrsti merkimiði þessara jóla, en myndina stimplaði ég á stóra skrappdaginn hjá strumpnum henni Dagrúnu... svo er hún lituð, blönduð og sticklesi klesst á...

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

og loksins... nýjar síður!!



Jæja, þá eru það síður... loksins loksins. Þessar eru í albúmið hans tengdapabba.. þori ekki öðru en að skrappa í það þangað til það er tilbúið :)
Pp er Fancy Pants (bakgrunnurinn) og Bohemia þessi gordjöss blái/brúni. Titillinn er gerður úr bazzill chipboardi, stimplar eru úr Fancy Pants settinu Pollen Dust.

Annars er það helst í fréttum að ég er búin að fá vinnu til að fóðra hobbíið... 2 daga í viku verð ég í versluninni Scrap, Hafnarfirði.

sunnudagur, 11. nóvember 2007

Fleiri kort



Já ég er bara í bananakortastuði í dag... gerði eitt jólakort úr Crate afgöngum og eitt "get well" kort úr afgöngum líka :) Embossaði með nýja snjókornasettinu mínu á jólakortið... hitt kortið er með gamalli litaðri mynd, fékk stimpilinn lánaðan frá Helgu J.
Jæja, ætla að fara að lúlla...

Jólahvað?




Jóla KORT! Jújú, búin að skella í þrjú í dag. Dagurinn í dag og í gær var pínu svindl, því ég stimplaði og litaði nýjar myndir í jólakort fyrir þau... slátraði samt einni í dag, mýsnar með jólaseríuna er úr stimplaswappinu alræmda...
Setti stickles í þetta í bak og fyrir en það sést náttúrulega ekki frekar en fyrri daginn :(
Eeeníhú, þetta eru jólakort nr. 24, 25 og 26, svo 18 eftir... og 29 litaðar stimplamyndir (ekki allar jóla samt ;)
Efsta er úr nýja BG, hin úr Fruitcake...

laugardagur, 10. nóvember 2007

Stóri skrappdagurinn :)




Ohh þessi dagur var bara algjört æði. Ég tók nú hitt og þetta með mér, ákvað að gera jóladagatalið sem er búin að vera að vefjast svolítið fyrir mér... en hugmyndin er fengin hjá Söndru. Fríða í Skröppu (skrappa.is) var með bás á staðnum og komin með BG jólapp... VÁ maður hvað hann var flottur! Hann var það eina sem ég notaði í dag... eða svona svotil. Dagatalið er gert sem sagt með Figgy Pudding og primablómum. Það er gert þannig að skröppuð síðan er límd á málmplötu og svo er vírkarfa með segli skreytt og sett á hana. Chipboard stafirnir eru bazzill og ég límdi segul af ísskápnum aftan á þá eftir að hafa klippt hann í öreindir.
Jólakortin tvö eru "utan dagskrár" en Fríða var sko líka með Magnolia stimpla til sölu (flautiflautiflaut) og ég VARÐ að prófa... svo ég skellti í tvö áður en ég fór heim. Annars fékk ég líka að nota fullt af stimplum hjá öðrum og marvy puncha í merkimiðana...
Sem sagt: Góður góður dagur...

föstudagur, 9. nóvember 2007

Fleiri jólakort :)






Fór á minihitting í gær og gerði þessi 6... stimplaði nokkrar myndir líka, nú þegar ég hef verið svona dugleg að vinna með lituðu stimplamyndirnar mínar... á bara 37 eftir af 53 :)

sunnudagur, 4. nóvember 2007

Blá jólakort :)




Jæja, nú er ég komin út í bláhvíta þemað... Varð sko að prófa nýju snjókornastimplana mína, og skrappliftaði þess vegna aðeins frá Söru :) Svo fékk litli krúttkallinn í Merry and Bright (frá SU) að vera með í partíinu. Neðsta myndin er svo af nýjustu múslunni af heimilinu... jájá, við erum víst orðin gæludýraeigendur, en þetta er hann Markús stökkmúsastrákur ;)

föstudagur, 2. nóvember 2007

Sölukort :)




Þessi kort ætla ég að selja, þetta græna er í poka og með dökkgrænt umslag á bak við sig. Þessi sem eru tvö saman eru í ´"hálfri" stærð. Stærri kortin ætla ég að selja á 500 kr, þessi minni 2 í pk á 500... með flottum og góðum umslögum off kors... hvað finnst ykkur?