sunnudagur, 27. janúar 2008

Snúllufrænkur


Þessar myndir voru teknar heima hjá Söndru Óm í fyrrasumar, þetta eru yngstu stelpurnar :) Fyrsta skiptið sem þessar frænkur hittast, en þær létu sér nú ósköp fátt um finnast svo sem!
Pp er frá My minds eye, Signature Life - Bloom and Grow.. og svo notaði ég eldgamlan BG Sublime í aðra gerðina af hringjunum... Blóm eru úr Prima essentials og bleiki hringjastimpillinn í horninu er úr Fancy Pants: Fresh Mode 12x12 stimplunum...

laugardagur, 26. janúar 2008

Æfingin skapar meistarann :)


Þetta er hún Margrét mín sem loksins náði tökunum á línuskautunum sínum síðasta sumar. Hún tók þá með á Skagaströnd og æfði sig þar til hún var búin að læra á þá, enda var glampandi sól allan tímann. Myndirnar af henni eru á stéttinni fyrir utan húsið hans tengdapabba, en hún fór óteljandi ferðir þarna upp og niður!
Pp er Scarlet´s letter, nema bakgrunnurinn sem er Bazzill Bling.


Já, þessi hefur verið erfið í fæðingu. Það spilar sjálfsagt inn í að þetta er fjórða sjómyndasíðan sem ég geri, og í annað skipti sem ég skrappa þessar myndir! Eyddi löngum tíma í að klæða og pússa chipboardið, en ekki eins löngum tíma og venjulega af því að nú á ég EK craft hnífinn, sem er alveg ótrúlega góður! Ég hefði ekki trúað því hvað það munar miklu að eiga hann.
Sá svona blóm inni í blómi (sem ég er annars ekkert sjúklega hrifin af) hjá Söru og varð að gera líka, hehe...
Pp er Magnolia, chipboard Fancy Pants, blóm Prima. Talan inni í blóminu er úr Recess.

miðvikudagur, 23. janúar 2008

Á sjó


Ég skrappaði eina síðu fyrir svefninn.. leyfði mér það,því ég er búin að vera svo DUGLEG í dag... ég kenndi í morgun, gerði LANGT verkefni fyrir hljóðfræðiáfangann sem ég er að taka og fór svo yfir hundrað milljón próf.
Dútlið lengst til vinstri er handteiknað... þetta er í fyrsta skipti sem ég þori að prófa það.
Pp er Prima, gordjöss pappír alveg :)
Koma svo stelpur... kommentin skrifa sig ekki sjálf, sko!
Þessi síða er svo í sumarfrísalbúmið okkar sem ég er að vinna í núna... meðfram öðru!

þriðjudagur, 22. janúar 2008

Ein lítil magnólía


Já, allur afraksturinn í dag var ein lítil Magnólía :) Það eru veikindi á heimilinu og dagurinn fór í að vinna, leggja sig og fara með eldra barnið til læknis, hvar hún var umsvifalaust greind með streptókokka og send heim með pensilín. En ég klambraði þessu saman fyrir svefninn! :)

mánudagur, 21. janúar 2008

Kortagerð í vinnunni ;)



Ég var að vinna í Scrap í dag og það var frekar lítið að gera, svo ég náði að taka til, fylla á, breyta smá og lita nokkrar myndir... já og gera þessi tvö kort :) Tók bara afgangapokana með, svo þau eru bæði úr afgöngum. Fjólubláa kortið er með stimpli fra www.stampingbella.com sem heitir "Baby Bella Pea" og pp er smá bland í poka, SU designer pp, Basic gray Oh! Baby pp og svo man ég ekkert hvaðan dökkfjólublái pp kom en hann er "ævaforn" ;)
Rauðbleikfjólubláa kortið er með Magnoliu stimpli (var að reyna að vanda mig að lita þessi krútt þó ég eigi ekki prismaliti). Það er líka smá kokteill í þessu korti, SU designer pp, Sweet Pea Alyssa pp frá BG og jólapp frá MME. Borðinn er svo frá Söstrene Grenes á báðum kortunum.
Takk fyrir að kíkja og endilega... KOMMENTA ;)

sunnudagur, 20. janúar 2008

Skissa og kort :)



Það varð eitthvað lítið úr skrappi í dag, dagurinn var bara náttfata/afslappelsisdagur með stóru veiku barni og litlu tanntökubarni. En mér tókst að gera eina skissu og eitt kort, fann litaða WhipperSnapper mynd sem ég varð að nota, þessi litla mús er svo SÆT ;) Hún er lituð grá, og það er mun dekkra, skanninn minn lýsti þetta svolítið.
Skissan er í áskorunina hennar Beggu, fínt að fá smá spark í rassinn til að koma sér af stað á nýju ári! :)

laugardagur, 19. janúar 2008

Opna í viðbót :)



Já, ég skoraði á sjálfa mig að nota Infuse í næstu síðu sem ég gerði :)... sem varð svo opna! Er talsvert ánægð með árangurinn...

Scarlet´s letter


Já, þetta safn er alveg að gera sig hjá mér þessa dagana... fann síðu hjá Kelly Goree á scrapbook.com sem var með þessari snilldarlínu og ég bara fílaði alveg í ræmur :)
Er búin að grípa í þessa af og til í allan dag...
Myndin er af Svönu orminum mínum með kattareyrun hennar systur sinnar... sú var nú góð með sig að hafa svona fín eyru :)

fimmtudagur, 17. janúar 2008

Skrapplift!


Ég sá síðu hjá henni Möggu Mjúku af scrapbook.is sem var svo klikkað flott að ég varð að stela henni! Sérstaklega þar sem hún notaði Queen and co filt borðann sem er búinn að sitja hér hjá mér og safna ryki...
Allavegana, hér er hægt að sjá síðuna: www.skrappsaman.blogspot.com
ÉG notaði pp úr sömu línu og Magga, Scarlet´s letter.

miðvikudagur, 16. janúar 2008

Kort fleiri kort og enn fleiri kort





Já, ansi er ég hrædd um að maður verði bara í kortagerð á næstunni. Nú er ég búin að leika mér svolítið með Garden silhouettes settið... en ég á enn fimm splunkuný hérna heima!!
Ég er sátt við efri tvö kortin en eitthvað við þau neðri tvö böggar mig... Það neðsta er í stærðinni "hálft kort".

þriðjudagur, 15. janúar 2008

Garden Silhouettes




Loksins LOKSINS fæ ég að leika með jólagjöfina mína frá Hirti... en hún var að koma í gær og ég var að ná að mounta alla stimplana í dag. Ég sem sagt fékk 4 stimplasett og 8 stimpilpúða, allt frá SU!!! Hann er svo mikið æði...
Þetta stimplasett sem ég nota á akkúrat þessi kort heitir "garden silhouettes" og er hostess sett frá SU, sem ég keypti sjálf, reyndar, en kom með þessum pakka. Á fyrsta kortinu stimpla ég með litum sem heita "Really Rust" og "More Mustard". Myndirnar á hinum kortunum eru litaðar á stimplana áður en ég stimpla með tússlitum frá Inque Boutique.
Ég er mjög skotin í þessum kortum, sérstaklega þessu fyrsta... sé fram á að gera MÖRG í þessum dúr!

sunnudagur, 13. janúar 2008

Blátt þema í gangi...



Enn og aftur er ég að leika mér með Mindy´s zoo. Tók scallop punchinn frá SU og punchaði út helling af afgöngum í óþægilegum stærðum og lögunum og fór svo í að finna kortaleiðbeiningar. Prófaði tvær gerðir og þetta eru niðurstöðurnar!

laugardagur, 12. janúar 2008

Nýtt kort!


Var að prófa Masking tæknina sem Hulda P setti inn fyrir okkur í leiðbeiningaklúbbnum. Og það var svo gaman og mér finnst niðurstaðan rosa flott! Þó þetta sé smá vinna gæti ég alveg tekið upp á að gera þetta oft!

fimmtudagur, 10. janúar 2008

Mindy´s zoo



Loksins er ég búin að fá þetta sett... er búið að langa í það síðan sl sumar... Skanninn minn er í fýlu út í vatnslitina mína, því myndirnar eru mjög fallega litaðar, en líta út fyrir að vera gloppóttar... þær eru það ekki! og ekki skakkar heldur :S
EN KOMMENTA stelpur, koma svo...

miðvikudagur, 9. janúar 2008

Páskar fyrr og nú


Jæja, ein páskasíða. Þessa er ég virkilega ánægð með, en til fróðleiks má geta þess að þetta er fyrsta síðan í langan tíma sem ég nota ekkert til stuðnings, hvorki skissu né annað LO.

þriðjudagur, 8. janúar 2008

BOM - opna...



Þessi opna fjallar um árin á milli 16 og 20... Þetta voru viðburðarík ár. Önnur myndin er af mér að verða 16 ára (bláupeysumyndin) og hin af mér 19 ára, óléttri að Margréti.

laugardagur, 5. janúar 2008

BOM - Fíkn


Þegar ég skrappaði síðu í BOM-ið um fíkn var ekkert annað sem kom til greina en reykingarnar... Fann myndina á netinu og síðan er scrap-liftuð frá Kelly Goree á scrapbook.com. Pp er Obscure. ENDILEGA kommentið ;)

miðvikudagur, 2. janúar 2008

Kortablogg :)




Já, afgangahrúgan bara stækkar og stækkar þegar maður er svona duglegur að skrappa! Og þá er bara eitt að gera: KORT!! Ég gerði tvö "hvaða tilefni sem er" kort og eitt babykort... enda eintómar óléttar konur í kringum mig! Nú verður bara einhver að eignast strák haha því þetta er sko BLÁTT kort... Ég gerði þessi kort úr eintómum afgöngum... pappírinn er svo sem úr öllum áttum. Babykortapappírinn er Sandylion pp.. svo er Bohemia pp í Winobella kortinu, ásamt Figgy Pudding og Crush (crate), jú OG sandylion! Svo í Magnoliu kortinu er Figgy Pudding og Crush. 2 kortanna eru svo embossuð með cuttlebug mottu. Endilega kommentið, það er svo gaman að fá komment!

Fimm æskuminningar


Ég kláraði aðra BOM síðu í morgun, skrifaði textann í gærkvöld. Þessi er um fimm æskuminningar og ég átti bara svolítið erfitt með að hugsa þessa síðu :) pp er Periphery.

þriðjudagur, 1. janúar 2008

Book of ME



Með nýju ári koma ný verkefni og á þessu ári ætla ég að taka þátt í verkefni á scrapbook.is sem heitir BOM (Book of Me). Í því geri ég alls kyns verkefni um sjálfa mig... sem mér líst bara vel á sko!
Ég er búin með tvö verkefni... og ætla að sýna þau hér :)