þriðjudagur, 13. maí 2008
Sexy pirate
ÞEtta er BOM verkefni "my list of celebs". Já þessi er í ÖLLUM SÆTUM!!! Hugh Laurie er líka á lista, reyndar...
Þetta er skrapplift frá robinzberds á scrapbook.com linkur hér. Ég átti pappírinn (Love Notes - Cosmo Cricket) ég átti stimplana (From the garden - Fancy Pants) og svo bætti ég við tjullborða frá Heidi Swapp, Grungeboard frá Tim Holtz, og Thickers frá American Crafts.
ÉG er með í þemaáskorun og á eftir að skrappa síðu í það í dag, so keep tuned...
mánudagur, 12. maí 2008
2007 - CHECK
Já, nú er ég BÚIN AÐ SKRAPPA ÁRIÐ 2007!!!!! Woohoo og halelúja :) Þessi síðasta opna er um spítalaferðina hennar Svönu milli jóla og nýárs. Hún er úr infuse, skrautið er Heidi Swapp, Queen and co, Fancy pants og Hambly. Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta.
edit: ég skrappaði víst eina síðu í morgun, sem ég er búin að koma inn núna. Hún er algjör Heidi Swapp síða og skrapplift frá Gabriellep á scrapbook.com.
sunnudagur, 11. maí 2008
Hundraðasta síða ársins!
Og af því tilefni ætla ég að vera með leik :)
Hér er linkur á sb.com galleríið mitt: http://scrapbook.com/myplace/index.php?mod=galleries
Skrappliftið einni af þessum hundrað síðum sem ég hef gert á þessu ári. Þið fáið viku og það eru verðlaun í boði (nánar auglýst síðar) :)
Setjið link í kommentakerfið á síðuna, svo vel ég eina :)
Þessi síða hér er skrappliftuð frá henni gabriellep. Pp er heidi swapp og stóru rauðu blómin líka. Spjaldið fyrir titilinn er glært fancy pants skraut (úr bracket book pakkanum), límt á hvítan pappír, stimplað með stazon svörtu og bg glærum stimplum. Dútlið er líka stimplað með BG glærum stimplum. Titillinn er úr American Crafts ruboni. Önnur blóm frá Prima, fiðrildið Fancy Pants rubon. Hjartasplittið er frá MM. Stóra splittið er keypt á barnum hjá Fríðu, málað svart og hvítu doppurnar teiknaðar á með hvítum inkessentials penna.
Síðasta jólasíðan :)
Já, nú eru jólin 2007 officially SKRÖPPUÐ :)Ég get pakkað mínu brjálaða magni af jólapp niður þangað til ég fer í jólakortagerð...
Þessi síða er úr Figgy Pudding (no surprises there), Prima jólakúlublómum, stóra blómið er frá Heidi Swapp, talan inni í því frá Autumn Leaves, titillinn er límmiðastafir úr Dasher. Skissan er frá pagemaps.com.
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta!
laugardagur, 10. maí 2008
Aðventan
já, þetta er næstsíðasta jólasíðan fyrir þessi jól, jeij! Ætla að reyna að koma hinni af í kvöld svo ég geti skrappað eitthvað annað á morgun, ú jeeee... eins gott að reyna að fá eitthvað jákvætt út úr þessari hlaupabólu.
Allavega: Figgy Pudding, Heidi swapp blóm og blinghringur, Fancy Pants cb, málað með folk art málningu og stráð með Martha Stewart glimmeri. Hringurinn skorinn með 123-D, og titillinn gerður með Figgy Pudding límmiðastöfum og MM rubontölustöfum.
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta!
Síða nr. 97
Já, ég strögglast áfram með jólasíðurnar :) Á bara 2 eftir úr jólaundirbúningnum og þá eru þær búnar, jeij!
ÞEssi er úr Figgy Pudding og um Svönu að opna fyrsta pakkann sinn. Blómin eru Prima - sprites og splittin MM. Tjullborðinn er frá Heidi Swapp. Titillinn stafalímmiðar og THickers frá American Crafts.
mánudagur, 5. maí 2008
Að fíflast með mömmu
Já, við áttum góða stund þarna, Svana mín og ég. Myndirnar eru teknar í desember 2007 (já ég er sko komin í desember!).
Pp er Fancy Pants pp (úr papa línunni).Titillinn er American Crafts (daiquiry og límmiðastafir). Blóm eru distressed prima (úr fötu sem ég keypti hjá Fríðu) og splitt eru American Crafts, kopar. Borði er periphery.
Bókaormarnir hennar mömmu er úr Primapappír, Heidi swapp rubon, og American craft límmiðastafir. Blóm og tölur koma úr kitti frá Making memories (blossoms and buttons). Borði er frá Infuse.
Takk fyrir að kíkja!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)