Ég fór í föndurstofuna í gær og keypti nýja límmús, því mín var svo ósvífin að brotna... Keypti líka pensil til að mála chipboard-in mín (pælið í lúða, maður á chipboard og málningu og heldur að það sé nóg, en nei, þegar til á að taka vantar PENSIL!). Keypti líka 10 svona lítil krúttleg græn filtblóm...
Svo átti aldeilis að skrappa í gær en nei, hvað haldiði, snúllurnar mínar voru með eeeendalaust vesen. Svo að þegar Margrét fór yfir til mömmu að gista og Svana var búin að æla á pabba sinn, fara í allsherjarþrif og fataskiptingu, drekka og sofna, þá fékk ég leyfi hjá Hirti til að stinga af í klukkutíma. Fór á kaffihús, las í bók og drakk kók og naut þess að eiga smástund í friði... ohh ég er svo HEPPIN að eiga mann sem skilur að mig vantar þetta eftir erfiða daga...
Svo ætlaði ég að skrappa þegar ég kom heim, en nei, þá var Svana vöknuð. Allt í lagi, hugsa ég, ég bara gef henni og skrappa svo. Nei, svo er ég sest í tölvuna, með hana í fanginu að láta hana ropa, og viti menn, hún ælir aftur. Yfir mig alla og sig alla. Þvílíkar gusur, bara. ÚFF!
Þegar við vorum búin að skipta um föt og þvo okkur báðum var klukkan orðin vel yfir miðnætti, ég þurfti að hringja á barnaspítalann (þarf alltaf að gera það ef hún ælir svona mikið með stuttu millibili upp á jafnvægi salta í líkamanum) og það tók tíma.... svo það var ekkert skrappað í gær. Aumingja ælusnúllan mín. Hún sofnaði svo í fanginu á pabba sínum og svaf í 6 og hálfan tíma... ekki slæmt... ég held að þetta sé metið hennar með blund í einum dúr.
Í morgun fórum við Hjörtur svo í að taka til, ég í skiptiborðinu (Mount Laundry gnæfði yfir því... erum að skipta um stærð á fötum hjá Svönu svo ÖLL fötin í 62 voru hrein í hrúgu ofan á því), og svo á skrappborðinu... þvílík snilld. Sara gaf mér tvo kassa undir skrappdótið, stimplarnir mínir, stimpilpúðar og embossduft fór í annan þeirra, og chipboard í hinn. Svo tók ég lötufötuna í gegn líka, henti ýmsu ónýtu (t.d. loksins loksins tómu límmúsinni úr föndru, þeirri sem þeir eru HÆTTIR að kaupa áfyllingar í), og nú er aðstaðan mín mikið skipulagðari og þægilegri, JEIJ!!
Reyni kannski eitthvað að gera í dag, en það er grillveisla í kvöld svo það er vafasamt hvort það takist...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli