laugardagur, 26. maí 2007

Nýtt skrapp (mín öflug bara...)



Ég fór aftur til Söru í gær og skrappaði og skrappaði og skrappaði meira. Náði tveimur síðum, FÁB verkefni (fyrsta brosið) og þessari síðu með mynd af fjórum kynslóðum.
Fyrsta brosið: BG - Stella Ruby: Coffee and desert, og Fancy Pants, Fancyfree collection, veit ekki hvað blaðið sjálft heitir, en notaði báðar hliðarnar. Svo notaði ég AL dútlstimplana til að stimpla dútlið, stórt blóm sem ég fékk í RAKi, prima miniblóm frá Söru og bling inn í blómin...
Kvenleggur: Diane´s Daughters - Rustic Gem collection. Fyrri pp heitir Jade og ég man ekkert hvað seinni heitir. Nenni ekki að fletta því upp heldur :P Dútlið eru AL stimplar frá Söru, blómin primablóm. Titillinn er BG stafalímmiðar frá Söru sem, fylgja engri línu og heita Basic Vintage minnir mig. Sara leiðréttir mig þá bara ef þeir heita eitthvað annað...
Myndin á þessari síðu er frá vinstri: Ég, mamma, amma, Hrafnhildur systir mín, Svanborg Ásta og Margrét Rún, dætur mínar.
Í kvöld ætla ég svo að búa til Flip book, set inn myndir ;)

6 ummæli:

Sara sagði...

flottar síður hjá þér, æðisleg brosmyndin :)

Helga sagði...

Æðislegar .) ég elska svona blómasíður !

Svana Valería sagði...

frábærar síður hjá þér

Nafnlaus sagði...

Æðislegar síður og Svana er nú bara algjört augnayndi:O9

Nafnlaus sagði...

Æðislegar síður

hannakj sagði...

vá ferlega flottar síður!!