mánudagur, 31. desember 2007
Dagatal 2008!
Jæja, afgangurinn af dagatalinu, birti desember á morgun, því nú nenni ég ekki meiru í kvöld... segi bara: Gleðilegt nýtt ár ELSKURNAR mínar...
sunnudagur, 30. desember 2007
Dagatal :)
Amma fær dagatal í áramótagjöf frá okkur fjölskyldunni, aðallega af því að ég neyddist til að gefa henni annað í jólagjöf, því ég hafði engan tíma í þetta!
Ég er hálfnuð og get vonandi klárað hinn helminginn fyrir annað kvöld... hér er fyrri helmingurinn af árinu mínus janúar sem ég var búin að sýna...
Fleiri Bellukort!
fimmtudagur, 27. desember 2007
Bellukort...
Já, það er sko orðinn smá tími síðan ég keypti mér þessa Bellustimpla... en ég hef engan tíma haft til að gera neitt úr þeim því að ég hef verið á kafi í öðrum verkefnum... ég keypti mér þessa tvo og tvo í viðbót fyrir lifandi löngu og er búin að gera aðra pöntun síðan! Bæði kortin eru gerð úr A5 stærðinni, annað brotið þversum en hitt langsum, því ég pantaði svoleiðis umslög og plöst hjá Lindu með jólakortaumslögunum. Finnst þetta form talsvert spennandi.
Pp í kortunum er úr minni endalausu Crate línu Samönthu... en nú eru líka bara nokkrir afskurðir eftir úr henni.. hún skal klárast! Þó það sjáist ekki er stickles á vængjunum, pilsinu og sprotanum hjá Tinkerbellu, og blómunum hjá Flowahbellu :)
miðvikudagur, 26. desember 2007
Jæja fyrsta skrappið eftir jól!
Ég fékk sko helling af skrappi í jólagjöf... meðal annars þennan glæsilega stimpil sem þið sjáið hérna á kortinu... í kortið notaði ég líka Blush línuna frá BG.
Síðan er fyrsta síðan í dagatalinu sem ég er að skrappa handa ömmu... Í hana notaði ég pp úr Figgy Pudding, Dasher og MME jólalínunni. Myndin er unnin í Photoshop með action sem ég náði í á netinu.
föstudagur, 14. desember 2007
Jóla hvað? Jóla KORT
O já, markmið dagsins er víst að klára jólakortin. Hér eru nokkur sem ég hef verið að klára, svo koma sennilega fleiri í kvöld...
Fyrsta kortið er skrappliftað úr Paper Crafter (jólablaðinu). pp er frá MME, blóm frá Prima (úr jólakúlu).
Kort nr. 2 er úr Figgy Pudding, stimplar eru Merry and Bright og Inque Boutique jólasettið. Stickles á þessu rauða (rautt).
Kort nr. 3 er sömuleiðis úr Figgy Pudding, stimpill: Merry and Bright, splitt eru jólasplitt frá MM, blóm Prima (jólakúla).
Kort nr 4 er eiginlega uppáhaldið mitt. Skrappliftað úr Papercrafters.Grunnpp er Figgy Pudding, svo stimplaði ég með hvítu Stazon á glæru sem ég skar í hring og inkaði kantana á. Gataði pp svo allan hringinn og setti hvíta punkta ofan í með hvítum penna. Borðinn er Bo Bunny og stafirnir eru skornir út með sizzlits stafrófi og svo strikað inn í þá með hvítum penna.
Kort nr. 5 er í 6x6 alveg eins og kort nr. 4. Bakgrunnspp er MME, pp í hring er Figgy Pudding. Jól er skrifað með BG mini monos, blekað með distressing ink og svo sett stickles yfir herlegheitin.
Jæja, kommentið nú ENDILEGA og ég ætla að fara að búa til síðustu 5 kortin!
þriðjudagur, 11. desember 2007
Skyld´að vera jólakort?
laugardagur, 8. desember 2007
Opna í familíualbúmið :)
Já loksins skrappar maður eitthvað fyrir sjálfan sig... það er allt á fullu í jólakortum og gjöfum en ég tók mér samt tíma í þetta af því að ég var heima með Margréti allan daginn í gær. Myndirnar eru prentaðar út á fína flotta ljósmyndaprentarann... Skissan er af www.pagemaps.com og er opnuskissa.
Pappírinn sem ég notaði er Crate pp, fannst þessi passa svo vel af því að það eru svo margar hringlaga myndir á skissunni. Þetta er Taylor-línan. Tölurnar eru úr Periphery línunni frá BG og blómastimpillinn er Technique Tuesday. Ég var að klára hana núna, hún er ss. búin að liggja á borðinu mínu síðan snemma í gærmorgun...
föstudagur, 7. desember 2007
Nokkur kort :)
mánudagur, 3. desember 2007
Föndrið um helgina...
Jájá, mamma og litla systir komu hingað í aðventukransaföndur á laugardagskvöldið og ég gerði þennan fína krans. Hjörtur valdi þemalitina í ár sem eru blár og silfurlitaður...
Svo vildi litla systir fá heimatilbúið jóladagatal eins og Margrét svo ég gerði svona eldspýtustokkadagatal, eftir hugmynd frá Beggu... og það var ýkt gaman! Ætla að gera fleiri á næsta ári.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)