föstudagur, 14. desember 2007

Jóla hvað? Jóla KORT






O já, markmið dagsins er víst að klára jólakortin. Hér eru nokkur sem ég hef verið að klára, svo koma sennilega fleiri í kvöld...

Fyrsta kortið er skrappliftað úr Paper Crafter (jólablaðinu). pp er frá MME, blóm frá Prima (úr jólakúlu).
Kort nr. 2 er úr Figgy Pudding, stimplar eru Merry and Bright og Inque Boutique jólasettið. Stickles á þessu rauða (rautt).
Kort nr. 3 er sömuleiðis úr Figgy Pudding, stimpill: Merry and Bright, splitt eru jólasplitt frá MM, blóm Prima (jólakúla).
Kort nr 4 er eiginlega uppáhaldið mitt. Skrappliftað úr Papercrafters.Grunnpp er Figgy Pudding, svo stimplaði ég með hvítu Stazon á glæru sem ég skar í hring og inkaði kantana á. Gataði pp svo allan hringinn og setti hvíta punkta ofan í með hvítum penna. Borðinn er Bo Bunny og stafirnir eru skornir út með sizzlits stafrófi og svo strikað inn í þá með hvítum penna.
Kort nr. 5 er í 6x6 alveg eins og kort nr. 4. Bakgrunnspp er MME, pp í hring er Figgy Pudding. Jól er skrifað með BG mini monos, blekað með distressing ink og svo sett stickles yfir herlegheitin.
Jæja, kommentið nú ENDILEGA og ég ætla að fara að búa til síðustu 5 kortin!

2 ummæli:

Sara sagði...

æðisleg kort, þú klárar þetta í dag :)

hannakj sagði...

vá æðislega flott allar! þú ert svo dugleg!!!