fimmtudagur, 17. maí 2007

Meira skrapp, meira skrapp






Jæja, ég var dugleg í kvöld líka... kláraði aðra síðu í F.Á.B. Heimsóknir frá ættingjum. Myndirnar eru af öllum foreldrunum mínum, mömmu og manninum hennar á fyrri myndinni, og svo mömmu og pabba með mig og stelpurnar mínar á seinni myndinni. Eina myndin sem ég á af mér með báðum foreldrum mínum, og mér þykir svo gaman að eiga hana að ég hengi hana örugglega upp á vegg...


Síðan er gerð eftir skissu frá Beggu, og fer í helgarskissuáskorunina hennar inni á scrapbook.is.


Pappírinn er Sweet Pea Alyssa - Blossom, frá Basic Grey. Blómin eru Prima blóm úr svona bitty bag, poka með alls kyns prima blómum sem ég keypti hjá Steinu dúllurassi fyrir löngu síðan. Dútlið eru 2 Autumn leaves clear stamps sem ég stimplaði til skiptis (hugmynd stolið frá Söru Snúði).


Já, ég er ánægð með hana... fínt eftir hina síðuna, þar sem ég notaði 5 mismunandi pappíra að nota bara einn hér...


Ég komst í svona brjálað stuð þegar Áslaug Ott. (af listanum og kona Sigga, vinar Hjartar) kíkti hérna við með allt skrappdótið sitt. Planið var að skrappa, en við komumst aldrei lengra en að skoða dót hvorrar annarrar og kjafta... gerum aðra tilraun seinna :)

7 ummæli:

hannakj sagði...

Ofsalega flott síða!! Dúddl og blómin gera svo mikið fyrir síðuna!

Sara sagði...

æðislega flott síða, og flott blómin og náttla geggjað flott dútlið hehe, enda gerði ég sollis haha ;)

Kv Sara

MagZ Mjuka sagði...

Ofsalega sæt síða. Blómin æði sem og dúddlið! :)

Nafnlaus sagði...

Æðisleg síða hjá þér. Gaman að blogga um skrappið. Má ég linka á þig?

Hildur Ýr sagði...

Jájájájá... linkaðu að vild :)

stína fína sagði...

æðisleg síða :O)

Þórunn sagði...

rosalega flott síða!