fimmtudagur, 27. desember 2007

Bellukort...



Já, það er sko orðinn smá tími síðan ég keypti mér þessa Bellustimpla... en ég hef engan tíma haft til að gera neitt úr þeim því að ég hef verið á kafi í öðrum verkefnum... ég keypti mér þessa tvo og tvo í viðbót fyrir lifandi löngu og er búin að gera aðra pöntun síðan! Bæði kortin eru gerð úr A5 stærðinni, annað brotið þversum en hitt langsum, því ég pantaði svoleiðis umslög og plöst hjá Lindu með jólakortaumslögunum. Finnst þetta form talsvert spennandi.
Pp í kortunum er úr minni endalausu Crate línu Samönthu... en nú eru líka bara nokkrir afskurðir eftir úr henni.. hún skal klárast! Þó það sjáist ekki er stickles á vængjunum, pilsinu og sprotanum hjá Tinkerbellu, og blómunum hjá Flowahbellu :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mjög flott hjá þér :)

Nafnlaus sagði...

geggjuð flott :O)

Gogo sagði...

Æðislegt kort - mér finnst þessi langsöm kort svo framandi að ég lagði ekki í þau!!

hannakj sagði...

vá geggjuð!!! Bellurnar eru æði!!!

Sandra sagði...

Ú :) geggjaðir stimplar :)