laugardagur, 8. desember 2007

Opna í familíualbúmið :)



Já loksins skrappar maður eitthvað fyrir sjálfan sig... það er allt á fullu í jólakortum og gjöfum en ég tók mér samt tíma í þetta af því að ég var heima með Margréti allan daginn í gær. Myndirnar eru prentaðar út á fína flotta ljósmyndaprentarann... Skissan er af www.pagemaps.com og er opnuskissa.
Pappírinn sem ég notaði er Crate pp, fannst þessi passa svo vel af því að það eru svo margar hringlaga myndir á skissunni. Þetta er Taylor-línan. Tölurnar eru úr Periphery línunni frá BG og blómastimpillinn er Technique Tuesday. Ég var að klára hana núna, hún er ss. búin að liggja á borðinu mínu síðan snemma í gærmorgun...

4 ummæli:

Sara sagði...

Geggjuð opna, þessa fíla ég alveg í botn sko, finnst tölurnar koma vel út og allt passa svo flott saman :)

Nafnlaus sagði...

Mjög flott hjá þér........geggjuð opna.

Kveðja, Inga skrappari

Nafnlaus sagði...

Vá!!! þessi er alveg geggjuð!!!

hannakj sagði...

vá æði!!! frábær opna! Geggjað að nota marga tölur :) tilvalin í áskoruna sem ég var að koma með :P