laugardagur, 30. júní 2007
Jæja, loksins eitthvað gert...
mánudagur, 25. júní 2007
Áskorun af scrap.is
2. Hvaða skrappara lítur þú upp til og af hverju? Hmm.. erfið spurning... þeirra sem ég get lært eitthvað af :)
3. Hvað hefur þú ekki gert á skrapp síðu en langar að prufa? Langar að prufa Fancy Pants chipboard, (á sko nokkur í pöntun hjá Hönnu Kj) og Diamond Glaze...
4. Hvaða tími dagsins hentar þér best til að skrappa? Eins og er skrappa ég mest yfir daginn, enda í fæðingarorlofi...
5. Settu link inn á 2 blogg sem þú heimsækir reglulega. Hmm.... www.snudaskrapp.blogspot.com og www.mariamoritz.bloggar.is
föstudagur, 22. júní 2007
Ný opna
þriðjudagur, 19. júní 2007
Sara kom í dag...
mánudagur, 18. júní 2007
Jæja, ég fór aftur til Söru eftir hádegið og kláraði eina enn síðu, í þetta sinn var það í FÁB albúmið hennar Svönu. Mömmuknús heitir síðan og er unnin eftir nýrri skissu eftir Þórunni. Pp: BG, Blush, Perhaps og Skate Shoppe. Dútlstimplar eru AL stimplarnir hennar Söru, Journalstimpillinn sömuleiðis. Blóm eru nýju gordjöss bjútifúl blómin frá henni Gógó, plús blóm sem ég fékk í raki frá Söru. Titillinn er svartur rubon frá (you guessed it)... Söru! :)
Hvar væri ég stödd ef ég ætti ekki Söru, það er góóóð spurning...
Afrakstur dagsins var góður, við afköstuðum 3 síðum hvor.
Handdútlið nær allan hringinn á síðunni, en skannaðist hins vegar ekki alveg alla leið...
Enn einn skrappdagurinn hjá Söru. Hann er nú bara hálfnaður, og samt kláraði ég opnu í Margrétar albúm. Pp er Fancy Pants sem ég fékk frá Ólöfu í Pakkaleik 3 og Crate pp, úr Samantha safninu. Blóm eru prima úr raki frá Söru. Myndirnar eru af Margréti minni þegar hún vaknaði einn daginn í hrikalega góðu skapi.
Jæja, ætla aftur til Söru, skrappa MEIRA ó JÁ!
sunnudagur, 17. júní 2007
Meira skrapp í fína skrappherberginu.
laugardagur, 16. júní 2007
Ég var ekki að skrappa...
föstudagur, 15. júní 2007
Loksins skrapp í nýja húsinu :)
fimmtudagur, 14. júní 2007
Ekkert skrapp?
En Hjörtur er búinn að skrúfa upp allar hillurnar, svo ég get byrjað að koma mér fyrir á eftir ;)
Ég fór í föndurstofuna í gær og óskaði að ég væri milli... ekkert smá flottar vörur frá Queen & Co, flott 3-ring album á 2490, og hellingur af flottum pp... ég fékk 4 bls af þessum nýja pp og náði í pp úr Gypsy og Lilikate...
Svo fékk ég blóm og dútlbling hjá Gógó um daginn, og keypti nýja Crate pp línu og crateboard um daginn sem ég er ekkert farin að nota. Já, og bling og eyrnalokkaskraut... bara fullt fullt af nýju dóti, ha :)
Svo ég verð að fara að koma mér fyrir í nýja skrappherberginu mínu... (Hjörtur fær að hafa eitt hornið undir tölvuna mína, enda kemur hans óuppgötvaða föndurgen sér vel þegar maður er í pp valkvíðavandamálum:)
En ég ætla sem sagt að byrja að skrappa á eftir vonandi og get kannski sýnt ykkur eitthvað á morgun...