Ég er ekkert búin að skrappa lengi lengi (tvær vikur alveg!). Það er ekki vegna þess að áhugann vanti heldur var ég að flytja og allt skrappdótið er ennþá ofan í kössum!
En Hjörtur er búinn að skrúfa upp allar hillurnar, svo ég get byrjað að koma mér fyrir á eftir ;)
Ég fór í föndurstofuna í gær og óskaði að ég væri milli... ekkert smá flottar vörur frá Queen & Co, flott 3-ring album á 2490, og hellingur af flottum pp... ég fékk 4 bls af þessum nýja pp og náði í pp úr Gypsy og Lilikate...
Svo fékk ég blóm og dútlbling hjá Gógó um daginn, og keypti nýja Crate pp línu og crateboard um daginn sem ég er ekkert farin að nota. Já, og bling og eyrnalokkaskraut... bara fullt fullt af nýju dóti, ha :)
Svo ég verð að fara að koma mér fyrir í nýja skrappherberginu mínu... (Hjörtur fær að hafa eitt hornið undir tölvuna mína, enda kemur hans óuppgötvaða föndurgen sér vel þegar maður er í pp valkvíðavandamálum:)
En ég ætla sem sagt að byrja að skrappa á eftir vonandi og get kannski sýnt ykkur eitthvað á morgun...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
það líst mér vel á, hlakka til að sjá nýtt frá þér, og gaman að vera komin með skrappaðstöðuna í lag :)
Skrifa ummæli