þriðjudagur, 15. janúar 2008

Garden Silhouettes




Loksins LOKSINS fæ ég að leika með jólagjöfina mína frá Hirti... en hún var að koma í gær og ég var að ná að mounta alla stimplana í dag. Ég sem sagt fékk 4 stimplasett og 8 stimpilpúða, allt frá SU!!! Hann er svo mikið æði...
Þetta stimplasett sem ég nota á akkúrat þessi kort heitir "garden silhouettes" og er hostess sett frá SU, sem ég keypti sjálf, reyndar, en kom með þessum pakka. Á fyrsta kortinu stimpla ég með litum sem heita "Really Rust" og "More Mustard". Myndirnar á hinum kortunum eru litaðar á stimplana áður en ég stimpla með tússlitum frá Inque Boutique.
Ég er mjög skotin í þessum kortum, sérstaklega þessu fyrsta... sé fram á að gera MÖRG í þessum dúr!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

geggjuð flott hjá þér, alltaf gaman að prufa nýtt stöff ;O)

Sara sagði...

Mér finnst öll kortin æði, en þetta fyrsta samt flottast, alveg geggjað :)

hannakj sagði...

vá geggjað!!!! ótrúlega flott áferð á fyrsta kortið!!!

Gugga sagði...

Þessi kort eru algert æði! Elska hvert smáatriði!