miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Ný kort...





Hmm... vona nú að myndirnar komi, hjá mér sést bara einhver weird texti. Í öllu falli eru 2 house mouse jólakort, og eitt kort sem ég bara varð að prófa með nýja Penny Black stimplana.´
Í jólakortunum er BG Dasher, og í PB kortinu er Perhaps... :)

Bætti einu við sem ég gerði í kvöld, Pp er BG Perhaps (afgangar), borðinn er Wildheart.

mánudagur, 27. ágúst 2007

þriðjudagur, 21. ágúst 2007

You Belong in Fall

Intelligent, introspective, and quite expressive at times...
You appreciate the changes in color, climate, and mood that fall brings
Whether you're carving wacky pumpkins or taking long drives, autumn is a favorite time of year for you

mánudagur, 20. ágúst 2007




Hér eru myndir af stelpunum mínum... Fyrri síðan er af Svönu eftir að hafa farið í bað... þar áður KÚKAÐI hún svo hressilega upp á bak að það vall upp úr hálsmálinu! Pp er Crate - Hampton. Stimplar eru Pollen Dust, Fancy Pants.

Seinni síðan er úr Cosmo Cricket - Wanted og af þeim báðum, systrunum...

En kortagerðin mikla heldur hins vegar áfram á morgun!

...og annað :)


Þetta fer nú að breytast í kortablogg, bara...
En ég er ákveðin í að gera öll kort sem ég þarf á að halda í bili á meðan ég er í gírnum... klára kortaklúbbinn út árið, gera öll afmæliskort sem ég þarf á næstunni (4 bara í ágúst, þar af 2 búin)...
Svo er ég nú búin að taka til hjá mér, svo ég get alveg gert síðu, ef ég hef tíma til þess þ.e. :)

sunnudagur, 19. ágúst 2007

Og enn annað!


Jæja, enn eitt kortið... Þetta er handa Jörvari, eldri bróður Einars, sem heldur upp á 11 ára afmælið sitt á sama tíma.
Sami stimpillinn, sami pp... nokkurn veginn sama aðferð, en ALLT öðruvísi kort... borðinn er úr Söstrene Grenes...

Og annað


Enn geng ég á birgðir stimpluðu myndanna... litaði 12 stk í gær og er búin að gera úr 2 þeirra... Þetta skannaðist skringilega, í raunveruleikanum eru litirnir mun bjartari.
Þetta kort er í öllu falli handa Einari vini mínum og frænda, en hann heitir "Einar vinur minn" heima hjá mér. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf heilsað honum svona og þetta hefur orðið uppspretta mikilla umræðna hjá okkur, einu sinni sagði hann mér t.d. að hann gæti ekki verið vinur minn í dag. Nú, af hverju ekki, spurði ég, og þá sagði hann mér að hann væri vinur Ömmu í dag og maður gæti sko bara átt einn vin í einu.
En hann er löngu læknaður af þeirri hugmynd og heilsar mér alltaf hinn glaðasti: Hæ Hinduj minur minn! þegar hann sér mig.
Stimpillinn er House Mouse (úr stimplaswappinu, held ég), CS (card stock, mamma) er Prism, blóm Prima, PP (patterned paper, mamma) Crate (Hampton Collection).

laugardagur, 18. ágúst 2007

Afmæliskort...


Ég er að eflast í kortagerðinni... sat og litaði 12 stimplaðar myndir (á sko fullan kassa af stimpluðum myndum...) í kvöld og ákvað svo að gera eitt kort áður en ég skreiddist í bólið.
Grunnpappírinn er bazzill, þar ofan á kemur cs frá provo craft sem ég embossaði í sizzix vélinni með cuttlebug embossing folder. Hinn pappírinn er allur Blush.. ég er dugleg að nota þá afganga. Textinn er prentaður út.
Stimpillinn er svo að sjálfsögðu House Mouse... Ég er svo ánægð með þetta kort, finnst það æðislegt :)

Sængurgjafakort :)


Þetta kort verður með sængurgjöfinni til Jóa, frænda hans Hjartar, sem var að eignast lítinn músastrák... :) Kanínuna fékk ég í stimplaswappleik, litaði með vatnslitablýöntum og klippti út.
Textinn er eftir Guðmund Jónsson (frá Skagaströnd, segir Hjörtur) og Stefán Hilmarsson. Bakgrunnspappír er frá Crate, Hampton Collection, embossað með Sizzix og Cuttlebug folder. Hinn pappírinn er Bohemia.

sunnudagur, 12. ágúst 2007

Kort kort og kort :)


Ég fékk mér Sizzix vél og í hana getur maður notað svona embossing foldera sem ætlaðir eru í Cuttlebug. Svo fékk ég vatnslitablýanta lánaða og fór að lita stimplamyndir...


Allavega, hér er afraksturinn ;)

föstudagur, 3. ágúst 2007



Jæja nú er ég búin að prófa að gera hringsíður. Þær eru límdar á hvítan Bazzil, fyrir þá sem átta sig ekki á því.
Við fjölskyldan gerum alltaf aðventukrans fyrir fyrsta sunnudaginn í aðventu, oftast á laugardeginum á undan. Þessi jól var byrjað eftir kvöldmat á laugardeginum. Hjörtur var með í þessu, en hann tók myndir, svo hann var ekki með á myndunum. Hann veitti líka aðallega andlegan stuðning ;)
PP er úr BG Dasher, blóm eru Prima, dútl er handgert, journalbox AL stimpill.
Svo er það bústaðaferðin, ég er að fara á eftir, JEIJ... kem aftur eftir viku en verð netlaus á meðan...

miðvikudagur, 1. ágúst 2007

Fyrsta gönguferðin



Ég fór að skrappa í gær... ekki með Söru (shocking, ég veit) heldur með Jóhönnu vinkonu minni sem er að byrja. Ég held ég hafi smitað hana rækilega, a.m.k. gerði hún sínar fyrstu ever tvær síður og pantaði pínkupons með mér... hohoho...

Allavega rjúka FÁB verkefnin frá mér þessa daga, því þessar síður eru um fyrstu gönguferðina. Pappír er frá K & Co, mamma keypti handa mér svoleiðis blokk í Kanada ;)