þriðjudagur, 13. maí 2008

Sexy pirate


ÞEtta er BOM verkefni "my list of celebs". Já þessi er í ÖLLUM SÆTUM!!! Hugh Laurie er líka á lista, reyndar...
Þetta er skrapplift frá robinzberds á scrapbook.com linkur hér. Ég átti pappírinn (Love Notes - Cosmo Cricket) ég átti stimplana (From the garden - Fancy Pants) og svo bætti ég við tjullborða frá Heidi Swapp, Grungeboard frá Tim Holtz, og Thickers frá American Crafts.
ÉG er með í þemaáskorun og á eftir að skrappa síðu í það í dag, so keep tuned...

mánudagur, 12. maí 2008

2007 - CHECK




Já, nú er ég BÚIN AÐ SKRAPPA ÁRIÐ 2007!!!!! Woohoo og halelúja :) Þessi síðasta opna er um spítalaferðina hennar Svönu milli jóla og nýárs. Hún er úr infuse, skrautið er Heidi Swapp, Queen and co, Fancy pants og Hambly. Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta.
edit: ég skrappaði víst eina síðu í morgun, sem ég er búin að koma inn núna. Hún er algjör Heidi Swapp síða og skrapplift frá Gabriellep á scrapbook.com.

sunnudagur, 11. maí 2008

Hundraðasta síða ársins!


Og af því tilefni ætla ég að vera með leik :)
Hér er linkur á sb.com galleríið mitt: http://scrapbook.com/myplace/index.php?mod=galleries
Skrappliftið einni af þessum hundrað síðum sem ég hef gert á þessu ári. Þið fáið viku og það eru verðlaun í boði (nánar auglýst síðar) :)
Setjið link í kommentakerfið á síðuna, svo vel ég eina :)
Þessi síða hér er skrappliftuð frá henni gabriellep. Pp er heidi swapp og stóru rauðu blómin líka. Spjaldið fyrir titilinn er glært fancy pants skraut (úr bracket book pakkanum), límt á hvítan pappír, stimplað með stazon svörtu og bg glærum stimplum. Dútlið er líka stimplað með BG glærum stimplum. Titillinn er úr American Crafts ruboni. Önnur blóm frá Prima, fiðrildið Fancy Pants rubon. Hjartasplittið er frá MM. Stóra splittið er keypt á barnum hjá Fríðu, málað svart og hvítu doppurnar teiknaðar á með hvítum inkessentials penna.

Síðasta jólasíðan :)


Já, nú eru jólin 2007 officially SKRÖPPUÐ :)Ég get pakkað mínu brjálaða magni af jólapp niður þangað til ég fer í jólakortagerð...
Þessi síða er úr Figgy Pudding (no surprises there), Prima jólakúlublómum, stóra blómið er frá Heidi Swapp, talan inni í því frá Autumn Leaves, titillinn er límmiðastafir úr Dasher. Skissan er frá pagemaps.com.
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta!

laugardagur, 10. maí 2008

Aðventan


já, þetta er næstsíðasta jólasíðan fyrir þessi jól, jeij! Ætla að reyna að koma hinni af í kvöld svo ég geti skrappað eitthvað annað á morgun, ú jeeee... eins gott að reyna að fá eitthvað jákvætt út úr þessari hlaupabólu.
Allavega: Figgy Pudding, Heidi swapp blóm og blinghringur, Fancy Pants cb, málað með folk art málningu og stráð með Martha Stewart glimmeri. Hringurinn skorinn með 123-D, og titillinn gerður með Figgy Pudding límmiðastöfum og MM rubontölustöfum.
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta!

Síða nr. 97


Já, ég strögglast áfram með jólasíðurnar :) Á bara 2 eftir úr jólaundirbúningnum og þá eru þær búnar, jeij!
ÞEssi er úr Figgy Pudding og um Svönu að opna fyrsta pakkann sinn. Blómin eru Prima - sprites og splittin MM. Tjullborðinn er frá Heidi Swapp. Titillinn stafalímmiðar og THickers frá American Crafts.

mánudagur, 5. maí 2008

Að fíflast með mömmu



Já, við áttum góða stund þarna, Svana mín og ég. Myndirnar eru teknar í desember 2007 (já ég er sko komin í desember!).
Pp er Fancy Pants pp (úr papa línunni).Titillinn er American Crafts (daiquiry og límmiðastafir). Blóm eru distressed prima (úr fötu sem ég keypti hjá Fríðu) og splitt eru American Crafts, kopar. Borði er periphery.
Bókaormarnir hennar mömmu er úr Primapappír, Heidi swapp rubon, og American craft límmiðastafir. Blóm og tölur koma úr kitti frá Making memories (blossoms and buttons). Borði er frá Infuse.
Takk fyrir að kíkja!

fimmtudagur, 1. maí 2008

Archaic


Haldið þið að stuðið haldi ekki áfram bara... BOM verkefnin klárast eitt af öðru :)Þessi síða er úr Archaic (BG), glærurnar eru Heidi Swapp, titillinn K&Co, blómin prima sprites.

Já, ný síða úr boxer


Ég er búin að skrappa svo mikið úr Sugared og Sultry að ég var nánast búin að gleyma Boxer og Archaic... en ekki alveg :) Þessi síða er úr Boxer... því bleikt getur ekki passað við Captain Jack Sparrow! (Hugh Laurie og Colin Firth eru nú ekki sem verstir heldur ;)
Glæra skrautið og chip hjörtun eru frá Heidi Swapp.
Takk fyrir að kíkja!

miðvikudagur, 30. apríl 2008

30. apríl


Í dag er nauðsynlegt að minnast á hann elsku afa minn, sem hefði orðið 77 ára í dag. Afi gekk mér í föðurstað, ól mig upp, huggaði og setti á mig plástra. Hann var kletturinn minn og þakið, þangað til hann var tekinn frá okkur allt of snemma fyrir 9 árum síðan, en hann fékk krabbamein. Það sem ég myndi ekki gefa til að vera að fara út í búð að kaupa sokka og vasaklúta í dag!

Síðan er blanda af Sugared (BG) og nýja Heidi swapp dótinu. Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta.

þriðjudagur, 29. apríl 2008

Síða 85



Já, það er opinbert, ég er búin að skrappa MEIRA EN Í FYRRA!
Þessar myndir öskruðu á FP pappírinn sem ég hef hingað til verið í vandræðum með að nota. Skrapplifti þessari frá gabriellep á scrapbook.com.
Tókst að nota FP cb (gamla) og gamlan FP pp með (þann appelsínugula). Það er glimmer á cbinu þó það sjáist ekki. Titillinn er úr thickers.
Medalíurnar eru gerðar úr afgöngum og bazzill cb, þær eru fyrir Korpuskóla.
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta...

sunnudagur, 27. apríl 2008

Síða nr. 84!


Já og ég er búin að gera jafn margar síður 2008 og ég gerði allt árið 2007! Ekkert smá gaman að vera búin að ná því markmiði í apríl :)

Þessi síða er handsaumuð, úr Sugared, nema sterkbleiku scallopin, þau koma úr sugared. Titillinn er úr sugared límmiðastöfum sem ég litaði með inque boutique litunum.

Síða nr. 83 :)


Og ein síða í viðbót, þá er ég búin að gera jafn margar síður og ég gerði allt árið í fyrra :)
Þessi er úr K&Co, Blue Awning. Blómin eru Prima og Bazzill.

föstudagur, 25. apríl 2008

Nr. 82


Já hér er síða úr nýja K & Co pp, blue awning. Chipboard stafir og tölur eru úr sömu línu. Rubon frá Hambly.

mánudagur, 21. apríl 2008

Síða nr. 81


Já, það styttist í að ég nái heildarfjöldanum í fyrra, 84 :)
Þegar ég klára þessa útprentun af myndum er ég komin í desember 2007, og þá verð ég nú glöð!
Þessi er úr sugared, og ég notaði chip shapes og brads úr sömu línu. Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta!

laugardagur, 19. apríl 2008



Ég varð auðvitað að gera "eins" fyrir Margréti mína... Sami titill, sama BG lína (sultry) og sama lag, en ekki eins texti. Fannst þessi passa betur við mitt hugarástand þegar hún fæddist, svo ég tók annars staðar úr sama laginu.
Annars tókst mér að prófa tvennt nýtt, stimpla með walnut stain distress blekinu mínu (hef alltaf notað það til að distressa og inka kanta bara), og nota glært skraut. Ég málaði kantana á hjörtunum og dýfði þeim í glimmer meðan þeir voru blautir. Það reyndar skilar sér ekkert ægilega vel á myndinni.

Blúndan er frá Prima.

föstudagur, 18. apríl 2008

Síða nr. 79 :)


Ég fór að vinna í dag og tók skrappdótið með. Þessi síða var afraksturinn, og ég hefði sko getað skrappað meira ef ég hefði átt fleiri myndir! Er að prenta út núna "as we speak". Allavega...
Pp: Sugared
Skissa: Pagemaps
Blóm: prima
Splitt: American Crafts
Stórt blóm: bazzill
Journaling stimpill: Basic Grey
Titill: Sugared stafalímmiðar

mánudagur, 14. apríl 2008

Síður 73-77




Já, það rignir niður skrappanda á þessu heimili, en næstu daga hef ég líklega ekki tíma til að skrappa... eða maður sér til, svo sem.
En þetta eru ss. síðurnar mínar undanfarið :)

sunnudagur, 13. apríl 2008

Síður nr. 69-72




Já, ég er búin að skrappa meira hehe. Skrappaði opnuna í morgun, hinar tvær eru frá því í gær og fyrradag. Þessar eru allar úr nýja BG, opnan er úr sugared, klappa saman lófunum úr sultry, og afabæn úr Archaic. Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta...

föstudagur, 11. apríl 2008

Síður nr. 67 og 68



Já ekki veit ég af hverju ég er að blogga þegar enginn kommentar... En eníhú... hér eru tvær síður frá því í gær og í dag.

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Systur á náttfötunum :)



Já, er sko búin að vera að geyma köflótta Two Scoops pp fyrir náttfötin hennar Margrétar hehe.
Uppáhaldsiðjan hennar Svönu er að skríða inn til systur sinnar. Um leið og herbergishurðin er opnuð er Svana komin. Margréti finnst það oftast pirrandi, en vill samt að hún komi með til að vekja sig á morgnana. Svana elskar Rasmus, bangsann hennar Margrétar. Þessar myndir eru úr einni svona morgunstund, þar sem Svana fékk Rasmus lánaðan...
Pp: Two scoops
Die cuts: two scoops
Stimplar: two scoops
Titill: AC stafalímmiðar og stafarubon
blóm: prima pressed ´n petals
borði: periphery (held ég).

Edit: bætti einni svona "út fyrir rammann" síðu við.
Ég notaði glæruna af Technique Tuesday stimplunum mínum í blómið, ég embossaði með kopar í fyrsta skipti, titillinn er enskur, á die cut límmiða, það er photo corner... ég notaði build a frame í fyrsta skipti á síðu... vel að verki staðið :)

þriðjudagur, 8. apríl 2008

Fyrsta árið hennar Svönu


Fyrsta árið hennar Svönu er að verða tilbúið... þessi síða er um rólóferðirnar hennar. Neðsta myndin er límd á umslag úr vellum (SU) og ofan í því eru tveir miðar með journali um vorferðirnar hennar á róló. Skissan er úr apríl pagemaps og ég ætla sko að gera ALLAR aprílskissurnar... finnst þær geggjaðar! Þetta er önnur sem ég geri.
Pp: BO bunny, Fancy pants (sweet spring).
Cs: Bazzill hvítur
Kósudót: RAK, sett með crop-a-dile
Blóm: Prima, sprites og essentials 3
Splitt: American crafts
Titill: AC thickers - daiquiry
Bréfaklemma: MM noteworthy
Vellum umslag frá SU.

mánudagur, 7. apríl 2008

Ný síða...


Mér tókst að gera síðu í dag, en fékk þá flugu í höfuðið að sauma allan hringinn í kantinn á henni, sem tók eilífðar tíma, og svo náði ég ekkert að skrappa meira í dag. Ég tók mynd af síðunni í þetta skipti af því að skanninn neitaði þrjóskulega að sýna fínu saumana sem tóku svona langan tíma.
Pp: Crate - brunch
Borði: Bo bunny
Titill: AC thickers - daiquiry
Blóm: prima - sprites

Vísurnar eru eftir tengdapabba. (G. Rúnar Kristjánsson).

þriðjudagur, 1. apríl 2008


Já þessi er sko "út fyrir rammann" hehe. Pp kemur frá þremur framleiðendum, ég notaði LÍMMIÐASTAFI, dútlstimplaði þá, bjó til mitt eigið blingswirl og blingskraut inni í blóminu með stimplum frá Inque Boutique og límpenna.
Pp: Bo bunny, Prima, Bohemia
Bling: Föndurstofan
Stimplar: Lotsadots (Inque boutique)
Tags: BG (perhaps)
Titill: American crafts rubon (Ned jr) og límmiðar.

sunnudagur, 30. mars 2008

update: ÞRJÁR síður ;)




Ég gæti fundið upp á að skrappa eina enn í kvöld, svo þá bæti ég við þennan póst.
Þessar síður eru sem sagt úr skrappliftinu, og hin er fyrir áskorunina hennar Þórdísar.
Skrappliftsíðan er úr periphery með Hambly glæru og AC rubon titli.
Nýja síðan er úr New garden, með FP cb og prima whispers blómi og SÍÐASTA brúna blóminu mínu úr sprites!
Update: Já, ég skrappaði víst í kvöld... Þessi síða var ekki alfarið án fórnarkostnaðar, því í miðri síðu rakst ég í blingboxið mitt (sem er STÚTFULLT af blingi)og allt fór út um allt. Svo næsta verkefni liggur fyrir.... Er þetta í fyrsta skipti sem þetta geri, heyri ég ykkur spyrja? NEI, þetta er í FIMMTA skipti sem þetta kemur fyrir og þá er ég bara að tala um ÞETTA ÁKVEÐNA BOX. Það jákvæða við þetta skipti eru að öll blingin eru á borðinu mínu! hehe
En pp er New Garden, enn eina ferðina, og nú er línan líka búin, bara nokkrir afskurðir eftir sem fá að fara í afgangapokann. Whispers skreytir þessa síðu eins og hinar úr New Garden, það passar bara svo vel við, eitthvað.
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta...

Matarkex


Áfram er haldið með fyrsta árið hennar Svönu minnar, hún verður ársgömul næsta sunnudag og mig langar til að klára albúmið hennar fyrir fyrsta árið fyrir þann tíma. Það er nú alveg langt komið, sem betur fer :) Þessi síða er sem sagt um fyrsta skiptið sem hún fékk matarkex og hófst þá ástarsamband sem stendur enn!
CS: Bazzill
Pp: Cratepaper - new garden
Blóm: Prima (sprites 1 og Whispers)
Blingdútl: Prima (say it in chrystals - síðasta buhu)
Titill: American crafts thickers
Bling: FK.

laugardagur, 29. mars 2008

Það góða, slæma og ljóta


Jæja, áfram skal haldið með BOM verkefnin. Nú tók ég fram Crate pp minn, sem ég er mjög hrifin af, og vann með "new garden" línuna. Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta!

fimmtudagur, 27. mars 2008

Síða nr. 57


Já, ég er víst búin að vera að skora á fólk, hægri, vinstri... svo það var kominn tími til að einhver skoraði á mig...
Áskorunin var þessi:
einlitur grunnpp
Ein mynd 4*6 eða 6*4 mottað með 2 pp báðir með rifna hlið (ekki meiri pp)
nota minnst 5 teg borða
ekkert swirl og ekkert bling
ss soldið svona negative space síða
Og þetta er útkoman :)

þriðjudagur, 25. mars 2008

Síða nr. 56 á árinu...


Og áfram höldum við með tímaröðina... ég tók mig til og planaði næstu fimm síður í gær, og er búin með tvær þeirra, þessa og kleinubaksturinn. Er enn stödd í september... þetta kemur allt. Næst á dagskrá er svo BOM síða... og ævintýrasíða með Margréti, því ég náði svo ansi góðri mynd af henni að klifra í tré. Ég var ýkt ánægð með að geta notað bláu stafina og bláa rubonið, því ég sá eiginlega ekki fyrir mér að nota það!
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta!
Pp: Crate (Baby bee)
Titill: Thickers (sprinkles)
Rub-on: Hambly
Blóm: Prima
Tala: BG (recess)

mánudagur, 24. mars 2008


Já, aftur í fjölskyldualbúmið, er stödd í miðjum september og áköf í að ná í skottið á sjálfri mér... Þessi síða sýnir mig og Margréti baka kleinur. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að það er bara 1 pp... finnst það alveg aaagalegt hehe... titillinn er líka stærri en ég vil og og og svo MARGAR myndir... en það verður bara að hafa það. Tímdi ekki opnu á einn lítinn kleinubakstur ;)
Allavega:
Pp: MME - Bohemia II - Darling Daughter
Journalspjald - -II-
Titill: American Crafts - thickers
Blóm: Prima og Bazzill
Rub-on: Hambly

Önnur páskasíða...


og þá verða þær ekki fleiri þetta árið! Þessi er í "út fyrir rammann" áskorunina hennar Beggu, ég er með 6 myndir, þær eru allar raðaðar beint,pp er ekkert sérstaklega "layered", ég er með marglitað rub-on og GULT blóm (sem Hjörtur vildi ENDILEGA hafa þarna btw!)Er samt sæmilega sátt...

Pp: Two scoops
Titill: Two scoops rub-on book (ABC)
Blóm: Prima og Bazzill
Tala: Mellow
Rub-on: Fancy Pants (valentine)
Journaling: American Crafts pennar - brúnn og svartur (galaxy).

sunnudagur, 23. mars 2008

Páskasíða 2008


Já, maður er ekki lengi að þessu. Þessi er í fyrsta albúmið hennar Svönu minnar. Endilega kommenta :)
Pp: Two scoops
Titill: Two scoops rubon
Borði: American crafts - Hamilton

Skrappliftað frá Kelly Goree.

laugardagur, 22. mars 2008

52. síðan á árinu!


Já, skrapporkan er ótrúleg um þessar mundir, þetta er 14 síðan á 13 dögum :) Hún er gerð eftir skissu frá Beggu, og nú er ég sem sagt búin að réttlæta kaupin á öllum stimplasettunum mínum frá Inque Boutique nema einu!
En endilega kommenta :)
Pp: Fancy Pants (eitthvað gamalt sem ég átti í fórum mínum) og Signature Life (MME).
Dútl: Inque Boutique - Monarch
Blóm: Bazzill og Prima
Titill: American Craft - thickers.
Tala: Infuse.

Já, enn ein síða :)


Já, þetta er þrettándi dagurinn sem ég skrappa í röð :) Þetta er BOM verkefni, bestu vinir mínir... margar völdu að nota manninn sinn, en mér fannst sjálfgefið að Hjörtur sé minn besti vinur og skrappa margar aðrar síður um hann í BOM, svo ég notaði bestu vinina fyrir UTAN heimilið :)
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta :)
Pp: Fancy Pants
Dútl: Inque Boutique, mini stimplar og Fancy pants - Fresh Mod
Blek: SU - Chocolate Chip
Borði: American Crafts (Hamilton)
Titill: Inque Boutique, mini stimplar og American Crafts - Thickers (legwarmers).

föstudagur, 21. mars 2008

Uppáhalds árstíðin mín...


Já, ok, ok, ég gat ekki valið... Það er bara BÆÐI betra ;) Það segir mamma mín að minnsta kosti, hehe.
Þetta er ss. BOM verkefni, og pp í vorinu er úr Urban Couture, sem ég keypti auðvitað fyrir lifandi löngu en hef aldrei TÍMT að nota því hann er sko svo flottur hehe.. hann stendur nú samt alveg fyrir sínu.
Að lokum vil ég þakka öllum NÚLL manneskjunum sem kommentuðu á síðasta blogg ;)

PP: Mellow og Urban Couture
Titill: American crafts thickers - daiquiri
Rub-on: Hambly
Cb: Fancy Pants, málað með Paint dabber (espresso)og glimmeri stráð yfir.

fimmtudagur, 20. mars 2008

Páskaunginn minn :)


Já, ég virðist ætla að eiga páskaunga á hverju ári. Í fyrra fæddist Svana á föstudaginn langa, í ár fékk Margrét mín gula beltið sitt á skírdag.
Í falda journalinu stendur:
20. mars 2008, á skírdag, fórst þú í Fjölni og tókst beltapróf. Þú stóðst prófið með sóma og fékkst gula beltið. Þar með varstu orðin “páskaungi” en það kallast þeir sem verða gulbeltingar fyrir páska. Þú varst mjög kvíðin nóttina fyrir prófið og svafst illa. Um morguninn æfðirðu þig stanslaust þar til þú þurftir að fara.
Pp: Fancy Pants (about a boy).
Titill: undressed cb, málað með Crackle paint, og American Crafts thickers (platforms).
Blóm: Prima
Tala: Recess (BG)
2008: MM rubon
Takk fyrir að kíkja, alltaf gaman að fá komment :)

miðvikudagur, 19. mars 2008

Tár


Systir mín litla var í heimsókn hjá okkur í gær og við fórum á róló með allt liðið. Henni tókst að slasa sig á aparólunni og ég var akkúrat að smella af litla barninu svo ég náði þessari mynd... og fannst hún svo falleg að ég VARÐ að skrappa hana :) Kvikindið ég :) Síðan er hvorki skrappliftuð né unnin eftir skissu, sem er áskorun fyrir mig, er svo ferköntuð eitthvað að ég er sjaldan ánægð með síður sem eru bara "upp úr mér". En ég er ánægð með þessa.
Það var líka talsvert spursmál hvort ég hefði hana í lit eða svart/hvíta... ákvað eftir langa umhugsun að hafa hana í lit þar sem litirnir í henni eru svo fallegir, augun í barninu líka svo gordjöss á litinn.
Allavegana, some facts:
Pp: Infuse (BG)
Filtborði: Queen and Co
Filtskraut: Fancy Pants - Love línan
Blóm: Prima - Sprites 2
Bling: Litir og föndur
Blingswirl: Say it in chrystals (Prima)
Hjörtu: Punchuð út með hjartapunch frá EK Success
Dútlstimpill: Autumn leaves
Hringur skorinn út með coluzzle móti.
Titill: American crafts - thickers - black tie.

þriðjudagur, 18. mars 2008

5 staðreyndir um okkur


Ég fékk þessa hugmynd úr Creating Keepsakes um daginn (fæ ýmsar hugmyndir þaðan), að birta nýjustu myndirnar af hverjum fjölskyldumeðlimi fyrir sig og skrifa niður 5 random staðreyndir um hvern og einn. Þessi síða er sú 6. af 7 síðum í 7 daga áskoruninni hennar Beggu, gaman að því :)

Cs: Bazzill
Pp: Scarlet´s letter
Rub-on: Hambly
Blóm: Prima - sprites 2
Stimplar: Fancy Pants - Pollen Dust
Tölur: Autumn leaves - Foof-a-la

Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta :)