sunnudagur, 29. júlí 2007


Jæja, eitt kort úr Blush afgöngum... hugmynd sem ég fékk hjá Circleguru á scrapbook.com :)
Notaði alla pínkuponsu afgangana sem ég hafði ekkert annað að gera við. Er ánægð með árangurinn bara!


Jæja, enn ein Stella Ruby síðan, ég er svo ánægð með þessa!

Skissan er eftir Þórunni, er búin að vera að spara þessa svolítið, hef sko ekki tímt henni í hvaða mynd sem er! Þessi mynd er í sérstöku uppáhaldi hjá mér af feðginunum. Þetta er FÁB verkefni, pabbaknús.

Pappírinn er úr Stella Ruby. Nú fer sá pakki að verða búin, á 1 heila síðu eftir og svo pínuponsu afganga. Ég ætlaði alltaf að kaupa annan pakka, en held að ég geri það ekki, eftir að hafa skrappað hann nánast allan (og á pottþétt eftir að klára hann alveg) er ég alveg komin með nóg sko... sé samt pínu eftir honum, hann er svo gordjöss, en nú á ég Infuse og Scarlet Letter til að byrja á...

Titillinn er Stella Ruby Alpha Stickers. Rubon er Elements: Vine Border (BG líka) og dútlið hinumegin (vinstra megin) er AL stimplarnir: Elegant Flourishes. Blómin eru Gógó-blómin... (eða Prima: Sprites fyrir þá sem keyptu ekki hjá Gógó)

laugardagur, 28. júlí 2007

Kíkt í pakkann :)


Jæja, hér er sónarsíðan. Prentaði út myndir í gær, ætlaði að klára hana í gær en fór að leita að skissu fyrir hana og fann svo margar geggjaðar skissur að ég auðvitað týndist í skissuheimum við að prenta og prenta...
Þessi er eftir Valerie Salmon. Pappír er úr Stella Ruby, blómin eru MM blóm, Chipboard er Fancy Pants Big Board (Brackets, Labels and Tags). Rammarnir utan um litlu myndirnar eru líka MM.
Þetta er enn og aftur síða sem er búin að hvíla á mér og ég er búin að bíða og bíða með... en að venju er ég líka rosa ánægð með hana :)
Svo var ég að fá fuuullt af geggjuðum pappír, þar á meðal 3 nýjar BG línur (og þegar ég segi nýjar... það er bara ein þeirra ný, en ég hef enga þeirra átt áður ;)
Textinn á síðunni er: 25. september 2006 fórum við í hnakkaþykktarmælingu og fengum að vita að það væri allt í lagi með þig. Mamma drakk fullt af trópí og þú spriklaðir svo mikið að það var erfitt að mæla. 16. nóvember fórum við svo í 20 vikna sónar og fengum að vita að þú værir
stelpa, okkur til mikillar gleði...

föstudagur, 27. júlí 2007

Skrappkvöld hjá Söru :)


Og að venju voru afköstin góð. Kláraði bumbusíðuna í FÁB... sem hefur hvílt á mér lengi að gera og ég er ekkert viss um að ég hefði gert yfir höfuð ef FÁB hefði ekki komið til. Gerði svo síðu um Hjört og Svönu að fíflast uppi í rúmi...
Á eftir að gera síðu á móti þeim báðum, þarf að framkalla sónarmyndir á móti óléttusíðunni...

Óþolinmóð: Pappír kemur úr Stella Ruby, blómin eru frá Making Memories... Dútlstimpill Fancy Pants.
Góðir félagar: Pappír úr Skate Shoppe og Stella Ruby, blóm frá Prima, dútlstimpill Autumn leaves Flourishes og titill MM rubon :)

þriðjudagur, 24. júlí 2007

Nýtt skrapp...



Jæja, ég er alveg að verða búin með albúmið hennar Margrétar, og þar með minn skrappferil í 8.5 x 8.5. Ætla í MESTA lagi að gera pokaalbúm eða sérverkefni í þessari stærð... ALDREI aftur svona fjölskyldualbúm. Eftir þessar 2 er 1 opna eftir, 2 baksíður og 1 forsíða... og svo búið, JEIJ...

Ég var líka að panta kirkju í dag, en við Hjörtur ætlum sem sagt að gifta okkur 5. júlí á næsta ári í Kópavogskirkju :)
Heyriði... það væri nú voða gaman að fá komment, er farið að líða eins og ég sé að senda flöskupóst hérna...

sunnudagur, 22. júlí 2007

Heldur haus


Myndirnar eru af Svönu minni, þegar hjúkrunarfræðingurinn kom í heimsókn og fjögurra vikna daman reisti sig bara upp á handleggina og hélt haus í margar, margar mínútur... Berglind hjúkrunarkona vissi ekki hvert hún ætlaði af undrun, sagðist aldrei hafa séð svona lítið barn gera þetta.
Pappírinn er allur úr Stella Ruby. Chipboard er Fancy Pants Big board og Biggest Board, var sko búin að mála þetta stóra bleikt fyrir síðustu síðu, en svo passaði það ekki, svo ég varð að skrappa aðra síðu. Það verður að nota þetta sko...
Blómin eru prima, dútlstimplar úr nýju AL stimplunum mínum, Elegant flourishes, og journalboxið sömuleiðis úr nýja AL stimplapakkanum.

Afi og Amma


Síðan síðast er ég búin að gera tvær síður í Margrétar albúm, og afmæliskort handa Hrafnhildi systur. Setti það ekki hér inn, og nenni því heldur ekki núna.
Ég fór með allt skrappdótið í frí á Skagaströnd, en tók það ekki einu sinni upp úr töskunni. Svo það var fyrst í dag sem ég náði að koma einhverju í verk.
Þessi síða olli mér heilabrotum, ég átti erfitt með að ákveða hvað ég ætti að gera við hana.
Er nokkuð ánægð með hana bara.
Myndirnar eru af Svönu í fanginu á föðurafa sínum og ömmu í fyrsta skiptið. Þessi síða er búin að vera á dagskrá lengi, á móti síðu með myndum af henni með mínum foreldrum. Þetta er FÁB verkefni, "með ættingjum".
Pappír er allur Basic Grey, Grunnsíðan er Sweet Pea Alyssa; Scattered Flowers.

miðvikudagur, 4. júlí 2007

Myndasería af Svönu minni


Ég gerði þessa síðu í kvöld... myndirnar voru teknar í gær, ég setti þær saman í Photoshop í hádeginu og gerði mér sérferð niður í bæ til að ná í þær. Síðan er gerð eftir skissu Þórunnar.
Pappír er BG (Oh baby, Blush og Dasher) og Bohemia (brúni pp). Blóm Prima og dútl AL stimplar.
Svo bíður mín sending á pósthúsinu, einhverjir stimplar sem ég AÐ SJÁLFSÖGÐU verð að prófa á morgun...
Svo það gæti komið önnur síða inn annað kvöld!

Pokaalbúmakvöld í gær...


og ég var allt kvöldið að vandræðast bara með forsíðuna! Notaði K-Ology, Fancy Pants Chipboard (er það ekki gordjöss) og Prima blóm... Borðarnir eru úr skúffunni hennar Söru :)
Pokaalbúmið á að vera um síðasta daginn minn á leikskólanum, mamma gerði svona lítið flettialbúm (plast gamaldags) með athugasemdum á spássíunum og það er gjörsamlega að detta í sundur. Langaði að koma þessu í öðruvísi form... ætla samt að skanna myndirnar til öryggis.
Hef hugsað mér að skanna athugasemdirnar hennar mömmu og prenta þær út á einhvern flottan pappír (eða tags)...

mánudagur, 2. júlí 2007

Opna nr. 1



Þessi opna er um Margréti og ömmu mína. Grunnpp er frá K&Co, restin frá BG - Blush.

Blóm eru prima, dútlstimplar Autumn leaves, journalbox Autumn leaves líka...Skissur eftir Q-diggity

Opna nr. 2



Hmm, þessar myndir eru teknar þegar hún er að fara að leika Ömmu hennar Rauðhettu í skólaleikriti í fyrsta bekk. Sjalið sem hún er með átti langamma mín.
PP er allur úr Blush línunni frá Basic Grey. Blóm eru prima. Fancy pants chipboard skreytir þarna aðra síðuna...
Skissur eftir Q-diggity á scrapbook.com

Skrappdagur með Söru...



Og þvílík afköst! 3 opnur í albúmið hennar Margrétar... enda byrjaði ég fyrir 8 í morgun og var að til hálffimm :) Ætla að setja opnurnar í 3 pósta... halda þeim pínu aðskildum, sko. Þessi opna er sú síðasta sem ég gerði, og er frá því þegar við prófuðum safapressuna í fyrsta skipti. Þá var Hreiðar Nói "frændi" í heimsókn hjá okkur og hjálpaði til.

PP: Grunnpappír er Bohemia. Hinn pappírinn er Basic Grey, úr Blush línunni, Boyfriend, Crush, og man ekki hvað hinn heitir... Dútlið er að sjálfsögðu gert með AL dútlstimplum (nýju stimplunum, sko) nema að það er handdútlað með hvítum penna (keyptum í Föndurstofunni) á hringinn. Blómin eru prima og titillinn MM rubon.