föstudagur, 29. febrúar 2008




Þessi kort eru nokkurra daga gömul, áður en þreytan tók yfir líf mitt, hehe :)
Notaði bakgrunnastimpil frá SU, úr settinu Boho backgrounds.

sunnudagur, 24. febrúar 2008

Enn á ný, ný kort...





Ég framleiddi 9 kort í gær, hér koma smá sýnishorn :) Skjaldbökukortin eru lituð með SU bleki og ég er þvílíkt orðin skotin í því, finnst það koma ÝKT vel út... nú vantar mig bara fleiri liti!
Skjaldbökukort:
PP: Perhaps
Litað með SU
Borðar: Chatterbox og Infuse (BG)
Stimplar: Whipper Snapper Design

Bellukort:
Pp: man ekki - afgangar
Borði: Föndra
Blóm: Prima
Stimpill: Flowahbella (Stampingbella.com)

Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta :)

föstudagur, 22. febrúar 2008

Ný kort :)





Já, það voru 6 kort sem komu í dag :) Eins og í gær... og jú, 2 kortaskissur. Ég er ekki vön að gera kort eftir skissum, en nú er ég í hálfgerðri fjöldaframleiðslu, svo ég var til í það núna... 5 kortanna í dag voru eftir skissu, en eitt þessara var "fríhendis".
Pp:Stella Ruby
Blóm: Prima
Borðar: Bo Bunny
Bling: Föndurstofan
Scallops: Stór scallop skæri (Föndra) og scallop punch (SU)
Útpunchað hjarta: Whale of a punch (FK).

Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta ;)

Kortaskissa



Ég fann ekki skissu sem mig langaði að nota, svo ég bjó eina til... njótið vel :)

fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Nýtt kort :)


Já, þetta er hún ipodabella. Ég gerði 6 svona svipuð kort úr afgöngum í kvöld. Litaði líka slatta af myndum. Er hún ekki fancy? Þessi kort eru hugsuð sem fermingarkort...
Setti diamond glaze og glimmer í jakkann hennar (fancy sko)...

Pp: Perhaps
Borði: Prima
Stimpill: Ipodabella (stampingbella.com)
Blóm: Prima (bitty bag)
Bling: Föndurstofan
Litir: Caran d´ache
Blender: Tombow
Diamond glaze:Inkessentials
Glimmer: Martha Stewart.

Endilega kommenta...

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Kort kort kort...



Jæja, þá er síðustemmingin búin í bili og ég ætla að snúa mér aftur að kortunum... var búin að raða sömu síðunni milljón sinnum upp og fann svo að stuðið var farið... enda ekkert smá stuð! 33 síður á einum og hálfum mánuði!

Þessi tvö kort eru nr. 36 og 37 á árinu, og eru bæði gerð úr afgöngum.
Ég er að prófa að taka myndir af kortunum og er mikið ánægðari með það heldur en að skanna þau...

Fyrra kortið:
Pp: Lilykate (BG), Sandylion, Baby boy (BG), Bohemia I
Embossað með Cuttlebug folder
Bling: Föndurstofan
Stimplar: Snowbunnybella (www.stampingbella.com)
Diamond Glaze (inkessentials)
Glimmer: Martha Stewart
Skissa: Hulda P

Seinna kortið:
Pp: Stella Ruby
Blóm: Prima Essentials (I)
Splitti: American Crafts
Stimpill: Whipper Snapper Design
Skissa: Hulda P

Endilega kommenta!

mánudagur, 18. febrúar 2008

Snjóskemmtun :)


Jæja, kláraði síðuna á móti "fjör" síðunni minni, og kemur hún mér upp í 33 síður á árinu :)
Það er svaka skrapporka í gangi hjá mér núna, enda veitir ekki af ef ég á að ná að vinna niður eitthvað af öllum þessum pp sem ég á áður en nýji pp geysist yfir markaðinn!

Pp: Fancy Pants (frosted), Figgy Pudding (BG) og Dasher (BG)
Chipboard: Elements (BG), klætt með pp úr Dasher (BG)
Snjókornasplitt: Jólaleynivinaleikur
Titill: American Crafts - thickers - Black tie

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Baby swapp


Ég fékk sætan lítinn unga til að skrappa núna... og í þetta sinn var hann karlkyns! Við Þórdís skiptumst á myndum, hún fékk stelpusnúlluna mína (þá yngri) og ég fékk yngri son hennar lánaðan... og hér er svo afraksturinn!

Pp: Crate - Brunch collection
Titill: American crafts - platforms (thickers).
Hjörtu: Whale of a punch

Endilega kommenta!

Fjör :)


Já, skellti í eina snjósíðu svona fyrir svefninn :)

Pp: Fancy pants, Dasher (BG) og Figgy Pudding (BG)
Borði: Föndra
Blóm: Prima sprites 1(blá) og 2 (hvít)
Splitt: úr leynivinaleiknum
Titill: American thickers (black tie).

Endilega kommenta :) Væri frábært ef þið kommentuðuð hér, svo ég geti átt kommentin :)

Þrítugasta síðan á árinu :)


Já, vonandi heldur skrapporkan áfram allt árið, en það eru nú þegar komnar þrjátíu síður á árinu :)
Þetta er enn og aftur síða úr fjölskyldualbúminu sem ég er að vinna upp til að koma mér á "réttan" stað... Þetta eru skvísurnar á öskudag 2007, Hrafnhildur systir klædd uppá sem spákona og Margrét Rún sem nornaköttur :)

Cs: Bazzill
Pp: Two Scoops (Basic Grey)
Die Cut: Two Scoops
Chipboard blóm: Maya Road
Stimpill: Fresh Mod (Fancy Pants)
Rub on: Bo Bunny

Endilega kommenta :)

föstudagur, 15. febrúar 2008

8 ára afmælið :)


Jæja, loksins er síðan frá 8 ára afmælinu komin (barnið er orðið 9 *hóst*). Eitt af örfáum verkefnum sem eru eftir til að ég sé alveg komin í ágúst 2007. Á svo eftir að skrappa öskudag 2007, eina snjóþotuferð, vinasíðu fyrir Svönu, eina síðu með Svönu og afa Rúnari og þá er ég klár... :) Alltaf svo gaman að sjá fram á að klára einhver verkefni.
Ég ætla að halda upp á afmælið mitt í kvöld, það verður fámennt en góðmennt og ég hlakka mikið til, geri allt of lítið af svona "fullorðins" hlutum... er svo að fara í leikhús annað kvöld :)

En efnið í síðuna er svona:
Pp: Perhaps (Basic Grey)
Blóm: Prima - Sprites 1
Bling: Litir og föndur (glært)
Cardstock (með scallops): Bazzill
Titill: Bazzill chipboard (magarita)
Journaling: Skrifað með American Crafts penna.
Takk fyrir að kíkja og endilega kommenta :)

fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Hvað heitir barnið?



Opnan úr skírninni hennar Svönu og tilraun mín til að nota Perhaps pp (ég keypti mér 2 línur af honum... geri ALDREI þau mistök aftur!) Er búin að gera 4 síður úr þessum pp í dag.
CS: Bazzill (orange peel)
Pp: Perhaps (Basic Grey)
Blóm: Prima - Essentials 2
Tölur: Foof-a-la (Autumn Leaves)
Bling: FK
Blingdútl: Prima - Say it in chrystals (klippt til eftir þörfum)
Borði: Infuse (Basic Grey).
Journal box: Heimatilbúið úr thickers (American crafts daiquiri)
Titill: Daiquiri thickers - svartir (American Crafts).

Skírn



Hér er fyrsta skírnarsíðan :) Pp er Perhaps og Infuse.

mánudagur, 11. febrúar 2008


Já, nú er ég búin að skrappa trúlofunina, það er góð tilfinning :) Þar sem það eru næstum tvö ár síðan...
Þessar myndir eru frá því daginn eftir að við trúlofuðum okkur. Textinn er um trúlofunardaginn og hvað við gerðum.
Pp er Two scoops
Chipboard er FP Big Board (scrolls)
málað með Paint Dabber frá Ranger (hazelnut)
Blingið er úr FK
Borði er frá American Crafts.
Titill er gerður úr Thickers (giggles).

Endilega kommenta skvísur :)

laugardagur, 9. febrúar 2008

Loksins 2006 verkefni!



¨Já, ég er lengi búin að ætla að skrappa trúlofunarmyndirnar okkar og loksins skil ég af hverju ég er ekki búin að því! Það er af því að Two Scoops, nýji BG pappírinn smellpassar svo við myndirnar mínar! Ég á eftir eina síðu, en þessi opna er unnin eftir opnuskissu frá pagemaps.com, úr janúar 2008. Enda eru 10 myndir á henni!
Þetta var yndislegur dagur og mér finnst opnan sýna vel hvað hann var bjartur og skemmtilegur :) Blómin eru Prima Essentials 3 og splittin úr nýju American Crafts sendingunni. Titillinn er úr Daiquiry thickers frá American Crafts.
Endilega kommenta :)

fimmtudagur, 7. febrúar 2008


Jájá, ÓSTIMPLAÐ KORT! Það er óralangt síðan ég hef gert svoleiðis, en langaði til að prófa þessa hugmynd úr Paper Crafts tímaritinu... Er ágætlega ánægð með þetta þó þetta sé EINFALT...

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Jæja snjósíða nr 2


Já ég gerði þessa á meðan ég var að hlusta á hinn endalausa fyrirlestur í bókmenntasögu. Ég er ekki vel ánægð með hana, en hún verður bara að fá að eiga sig og vera svona... held að fyrirlesturinn hafi bara ekki boðið upp á flottari síðu haha ;)
Pp er úr Dasher og Figgy Pudding. Límmiðar eru frá MM og fást í FK skrapp. Rubon stafir eru frá American Crafts.

þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Mín allra fyrsta snjósíða!


Já, ég hef lengi verið hálfkvíðin við að skrappa snjómyndir, en ákvað að drífa í því meðan snjórinn væri úti (hálfpirrandi að eiga það eftir í sumar haha). Þessar myndir eru meira en ársgamlar, einmitt út af þessum órökrétta kvíða minum... er fegin að hafa drifið í þessu, því þetta var alls ekkert svo slæmt!

laugardagur, 2. febrúar 2008

Önnur American Crafts síða...


...en að þessu sinni notaði ég aðra gerð af thickers! Má svo sem segja frá því að síða gærdagsins var gerð úr febrúar skissu af pagemaps.com og þessi er gerð eftir einni af nýju hringskissunum frá þeim. Pp er nákvæmlega sami og í gær, úr Metropolitan línunni (keypti þrjár arkir og þær eru líka nokk búnar bara), thickers heita Giggles, og journalstimillinn er frá Prima - ég fékk hann í leynivinaleiknum. Þá er ég búin að skrappa um fyrri ferðina okkar til Skagastrandar, og hálfnuð með sumarfríið okkar... JEIJ :)

föstudagur, 1. febrúar 2008

American Crafts - ný sending


Það kom ný sending af American Crafts í búðina og ég keypti mér smá dót... Hér er pp úr Metropolitan línunni og thickers notaðir í titilinn.