mánudagur, 22. október 2007

Nýtt skrapp, loksins



Jæja, það er búið að vera brjálað að gera hjá mér upp á síðkastið... en loksins náði ég að skrappa eitthvað. Báðar síðurnar eru í albúmið hans tengdapabba... Bohemia afgangar, Fancy Pants stimplar, Primablóm, Bazzill chipboard stafir...

fimmtudagur, 11. október 2007

Og skrapp frá lasarusnum


Jæja, enn ein í Tengdapabbaalbúmið. Honum líður betur, er enn á spítala samt. Pp í þessari er Bohemia I, stóra blómið er nýtt Prima filtblóm... minni blómin eru úr Prima - Essentials 3 - Callope.

Það munaði ekki miklu að ég gæti ekki klárað þessa... var byrjuð á henni í gærkvöld en var svo svakalega slöpp að ég gat ekki meira, var samt búin að öllu nema að líma niður... svo ég er búin að grípa í þetta af og til í morgun. Er samt drullulasin og hef enga eirð eða einbeitingu í eitt eða neitt...

miðvikudagur, 10. október 2007


Jæja, hér er ein í albúmið hans tengdapabba. Þegar ég kom heim af spítalanum í gær, langaði mig ennþá til að gera eitthvað fyrir hann, svo ég fór að vinna í albúminu hans, því það var það eina sem ég gat gert.

þriðjudagur, 9. október 2007

Sk8terz...


Gerði eina fríkí í svart/hvítu áskorunina hennar Erlu Rúnar, endilega segið mér hvað ykkur finnst :)

mánudagur, 8. október 2007



Jæja, þessi síða er í albúmið fyrir tengdapabba. Hún er úr Bohemia I pappírnum og er í áskorun Erlu Rúnar, skrapplift.
Blómin eru Prima - Essentials 2, nema þetta stóra, það er úr stórri blómafötu. Stafirnir eru Bazzill Wings chipboard.

sunnudagur, 7. október 2007

Skagaströnd skoðuð


Ein enn í sumarfrís albúmið.. er sko að gera 2 albúm um ferðalögin í sumar, eitt handa okkur og annað handa tengdapabba. Þetta er í okkar albúm :). Pp er Cute little Cowgirl, blóm Prima (RAK frá Söru), Dútlstimplar Fancy Pants... Þá er ég líka BÚIN með Cowgirl, pínu afgangur af blöðunum (afskurðir, sem fara bara í afskurðapokann og enda ævina í kortum) og 4 journalspjöld eftir... maður er ekki lengi að þessu :)

Skrapplift


Já í dag skrapplifti ég, í raun í fyrsta skipti sem ég hermi svona eftir heilli síðu. Auðvitað setur maður alltaf sitt mark á þetta, svo sem. En ég skrapplifti sem sagt frá henni Möggu Mjúku. Ef þið viljið sjá upprunalega LOið (sem hún skrapplifti reyndar líka) þá er það hér: www.skrappsaman.blogspot.com
Pappírinn í þessa síðu er Periphery, með matching cardstock, nema hringurinn, hann er Bazzill, skorinn með coluzzle og stimplaður með hvítu SU bleki og prima build a frame clear stamps. Ljósgulgræni pp er klipptur með scallop skærum og svo fór ég í kantana með hvítum penna. Blómin eru Prima - got flowers (þessi litlu), þetta stóra brúna og brúna daisy blómið er Essentials 3, og hin eru úr svona nærbuxnapakka. Chipboardið er Fancy pants, málað með hvítri akrílmálningu einar 5 umferðir, svo málað með MM perluáferð 1 umferð og að lokum teiknað á með fínum svörtum penna. Journalið er klippt út úr Bazzil og strikað með hvítum penna...
Mér finnst þessi síða BARA flott og það var ýkt gaman að gera hana, en mikil, mikil vinna...

þriðjudagur, 2. október 2007

Kántrý ród




Jájá, gerði 2 síður í dag. Eina í okkar sumarfrísalbúm og aðra fyrir tengdapabba í albúmið sem hann á að fá í jólagjöf... Sama myndin, mismunandi síður. Bláa er í okkar albúm, hin fyrir tengdapabba. Skellti í einn svona kassa líka, fannst hann svo sætur að ég stóðst hann ekki... ER of þreytt til að telja upp pp og svo frv.. ætla í rúmið.
Kannski ég minnist aðeins á að í tengdapabba síðu notaði ég "gamlan" pp, bling sem er öðruvísi en kringlótt (sem ég var komin á fremsta hlunn með að gefa), og svo bjó ég sjálf til blómin. Þrátt fyrir að hafa gert svona margt sem er ekki "in" er ég óskaplega sátt við hana...

Fleiri kort :)




Afrakstur gærdagsins og morgunsins. Eitt jólakort, 2 "venjuleg".
Þetta með embossaða blóminu er stimpill frá Panduro sem ég hef aldrei notað áður (er að reyna að taka mig á með það), pp frá infuse og leiðbeiningarnar eru úr kortaklúbbi Huldu P :)
Appelsínugula haustkortið er SU kort, úr SU cardstock (sýnishorni sem ég fékk), embossað með cuttlebug, stimplað með SU bleki (chocolate chip), og SU stimpli úr Stem Silhouettes settinu.
Jólakortið er líka með stimpli úr því setti, svolítið öðruvísi en hin, en það er alltaf gaman að gera eitthvað út fyrir rammann!