laugardagur, 30. júní 2007

Jæja, loksins eitthvað gert...


Hmm, fékk þær skemmtilegu fréttir í vikunni að síðan mín um Londonferðina hefði verið samþykkt af BG galleríinu.
Er búin að vera í svolítilli skrapplægð síðustu daga (en búin að gera helling af skissum, getið kíkt á skissubloggið ef þið viljið sjá þær).
Í dag hins vegar keypti ég Cardmaking and Papercraft tímaritið og það fylgdi frír fiðrildastimpill með. Það voru nokkrar hugmyndir inni í blaðinu um hvernig maður gæti notað stimpilinn og ég prófaði eina af þeim.. svolítið aðlagaða að sjálfsögðu.
Þetta er svolítið ólíkt því sem ég er vön að gera, en engu að síður flott... er talsvert ánægð með það bara!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislegt kort, flott og sumarlegt:O)

Nafnlaus sagði...

Rosalega flott kort hjá þér og stimpillinn er æðislegur.