fimmtudagur, 6. september 2007


Hér kemur ein með báðum fallegu stelpunum mínum... Þessar myndir eru teknar á Kambsveginum í maíbyrjun 2007. Svana er um fjögurra vikna...
Ég hef átt þennan pp endalaust lengi, þetta er My Minds Eye, Bohemia I... nú eru þeir komnir með nýja Bohemia línu og ég á von á hellingi úr þeirri línu, svo nú er um að gera að nota þennan áður en nýji kemur :)
Ég var búin að plana þvílíkt fallega bleika og brúna síðu með Bohemia rubons sem ég fékk frá Guðrúnu E í pakkaleiknum. Undir þessum þremur blómum hægra megin á síðunni er einn sem mistókst... og hinir pössuðu ekki við... eins og ég var búin að hlakka til að nota þá!
Ég leyfði mér að vera pínuponsu væmin og skrifaði með hvítum penna: Fallegustu stelpurnar - Fallegustu Dæturnar - Fallegustu systurnar, við hliðina á myndunum...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðisleg síða og flottar myndir:O)