miðvikudagur, 5. september 2007
Önnur ný...
Ákvað að skella í aðra nýja fyrir svefninn. Sem er afar heimskuleg ákvörðun, þar sem ég á að mæta kl. 8.20 í fyrramálið, sem þýðir að ég þarf að vakna kl. 6.30 og fara með Svönu í pössun...
Allavega, búið og gert.
Pappírinn er frá Fancy Pants, og ég keypti hann í byrjun sumars í Sesseljubúð. Ég fór hamförum, tvær ferðir með stuttu millibili, af því að ég varð að fá hann STRAX, það mátti sko ekki bíða. Þetta er fyrsta síðan sem ég geri úr þessum stóra pappírsbunka og ég held örugglega að ég hafi keypt þetta í júní... svona er maður skrítinn!
Reyndar hef ég átt akkúrat þessar síður lengur, þegar ég hugsa málið, keypti þær endur fyrir löngu í FK skrapp þegar Fancy Free var nýkomið, hef svo aldrei tímt að skrappa úr þeim. Keypti svo aðrar svona í Sesseljubúð svo ég myndi tíma að nota þessar :D
Pappírinn í miðjunni er svo frá Autumn leaves (já, þeir framleiða fleira en dútlstimpla... ég varð líka hissa!). Myndirnar af Svönu sætu á leikteppinu sínu... Takið vel eftir neðstu myndinni, þar líkist hún í mína ætt!
Titillinn er svo skrifaður með Crateboard úr Crush línunni :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
æðisleg síða, flott að láta þetta halla svona :)
Skrifa ummæli