sunnudagur, 16. september 2007
ooooog sunnudagsskrapp :)
Reyndar er ekki útséð um sunnudaginn ennþá því ég er að fara á minihitting í kvöld :)
En ég fór snemma á fætur með Svönu í morgun og dreif í að skella í síðu. Það var fyrri síðan. En þegar ég var búin að finna skissu, skera allan pappírinn og myndirnar, klippa út scallop kant... já þá sá ég að myndirnar pössuðu alls ekkert við. Svo ég tók þær og fann aðrar. Ég er mjög sátt við árangurinn, finnst þetta flottur pp. Hann er Crate, Crush Collection. Titillinn er úr MM rubon og svo Crateboard, líka úr Crush Collection. Stóra hálfblómið er stimplað með TT stimplum, minni blómin eru Prima - Sprites.
Þá átti ég náttúrulega tilskornar myndir í seinni síðuna (og þessar þrjár voru líka síðustu þrjár í einu framköllunarumslaginu, alltaf gaman að losa svoleiðis ;) Sú síða átti að vera um Spítalavistina/Hreiðrið og þar sem við vorum í hreiðrinu... Þegar ég var svo búin að gera journal og allt var tilbúið, datt mér í hug að armböndin okkar, já og spjaldið sem ég fékk í Hreiðrinu, það yrði nú að vera með líka. Svo það fór inn á síðuna, en hún varð pínu crowded... Ég ákvað að það væri bara allt í lagi, breyti henni kannski í opnu seinna eða eitthvað.
Pp er Crate - Samantha (er að reyna að grynnka á gömlu pp núna þegar stafli af nýjum er að koma) og síðan er DÖKKRAUÐ og með engum röndum! Hún skannaðist svona skringilega bleik og rendurnar hinumegin (þetta er tvíhliða pp) komu í gegn... furðulegt. Titill er mm rubon, blómið er úr raki og skissan eftir Valerie Salmon :)
Breytt eftirá:
Já,ég breytti síðunni, setti spjaldið á fæðingaropnuna og leyfði þessari að hafa bara armböndin :) Er töluvert sáttari við hana, en þið getið dæmt fyrir ykkur :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Flottar síður :) þessi í miðjunni æði :)
Skrifa ummæli