sunnudagur, 30. mars 2008

update: ÞRJÁR síður ;)




Ég gæti fundið upp á að skrappa eina enn í kvöld, svo þá bæti ég við þennan póst.
Þessar síður eru sem sagt úr skrappliftinu, og hin er fyrir áskorunina hennar Þórdísar.
Skrappliftsíðan er úr periphery með Hambly glæru og AC rubon titli.
Nýja síðan er úr New garden, með FP cb og prima whispers blómi og SÍÐASTA brúna blóminu mínu úr sprites!
Update: Já, ég skrappaði víst í kvöld... Þessi síða var ekki alfarið án fórnarkostnaðar, því í miðri síðu rakst ég í blingboxið mitt (sem er STÚTFULLT af blingi)og allt fór út um allt. Svo næsta verkefni liggur fyrir.... Er þetta í fyrsta skipti sem þetta geri, heyri ég ykkur spyrja? NEI, þetta er í FIMMTA skipti sem þetta kemur fyrir og þá er ég bara að tala um ÞETTA ÁKVEÐNA BOX. Það jákvæða við þetta skipti eru að öll blingin eru á borðinu mínu! hehe
En pp er New Garden, enn eina ferðina, og nú er línan líka búin, bara nokkrir afskurðir eftir sem fá að fara í afgangapokann. Whispers skreytir þessa síðu eins og hinar úr New Garden, það passar bara svo vel við, eitthvað.
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta...

Matarkex


Áfram er haldið með fyrsta árið hennar Svönu minnar, hún verður ársgömul næsta sunnudag og mig langar til að klára albúmið hennar fyrir fyrsta árið fyrir þann tíma. Það er nú alveg langt komið, sem betur fer :) Þessi síða er sem sagt um fyrsta skiptið sem hún fékk matarkex og hófst þá ástarsamband sem stendur enn!
CS: Bazzill
Pp: Cratepaper - new garden
Blóm: Prima (sprites 1 og Whispers)
Blingdútl: Prima (say it in chrystals - síðasta buhu)
Titill: American crafts thickers
Bling: FK.

laugardagur, 29. mars 2008

Það góða, slæma og ljóta


Jæja, áfram skal haldið með BOM verkefnin. Nú tók ég fram Crate pp minn, sem ég er mjög hrifin af, og vann með "new garden" línuna. Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta!

fimmtudagur, 27. mars 2008

Síða nr. 57


Já, ég er víst búin að vera að skora á fólk, hægri, vinstri... svo það var kominn tími til að einhver skoraði á mig...
Áskorunin var þessi:
einlitur grunnpp
Ein mynd 4*6 eða 6*4 mottað með 2 pp báðir með rifna hlið (ekki meiri pp)
nota minnst 5 teg borða
ekkert swirl og ekkert bling
ss soldið svona negative space síða
Og þetta er útkoman :)

þriðjudagur, 25. mars 2008

Síða nr. 56 á árinu...


Og áfram höldum við með tímaröðina... ég tók mig til og planaði næstu fimm síður í gær, og er búin með tvær þeirra, þessa og kleinubaksturinn. Er enn stödd í september... þetta kemur allt. Næst á dagskrá er svo BOM síða... og ævintýrasíða með Margréti, því ég náði svo ansi góðri mynd af henni að klifra í tré. Ég var ýkt ánægð með að geta notað bláu stafina og bláa rubonið, því ég sá eiginlega ekki fyrir mér að nota það!
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta!
Pp: Crate (Baby bee)
Titill: Thickers (sprinkles)
Rub-on: Hambly
Blóm: Prima
Tala: BG (recess)

mánudagur, 24. mars 2008


Já, aftur í fjölskyldualbúmið, er stödd í miðjum september og áköf í að ná í skottið á sjálfri mér... Þessi síða sýnir mig og Margréti baka kleinur. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að það er bara 1 pp... finnst það alveg aaagalegt hehe... titillinn er líka stærri en ég vil og og og svo MARGAR myndir... en það verður bara að hafa það. Tímdi ekki opnu á einn lítinn kleinubakstur ;)
Allavega:
Pp: MME - Bohemia II - Darling Daughter
Journalspjald - -II-
Titill: American Crafts - thickers
Blóm: Prima og Bazzill
Rub-on: Hambly

Önnur páskasíða...


og þá verða þær ekki fleiri þetta árið! Þessi er í "út fyrir rammann" áskorunina hennar Beggu, ég er með 6 myndir, þær eru allar raðaðar beint,pp er ekkert sérstaklega "layered", ég er með marglitað rub-on og GULT blóm (sem Hjörtur vildi ENDILEGA hafa þarna btw!)Er samt sæmilega sátt...

Pp: Two scoops
Titill: Two scoops rub-on book (ABC)
Blóm: Prima og Bazzill
Tala: Mellow
Rub-on: Fancy Pants (valentine)
Journaling: American Crafts pennar - brúnn og svartur (galaxy).

sunnudagur, 23. mars 2008

Páskasíða 2008


Já, maður er ekki lengi að þessu. Þessi er í fyrsta albúmið hennar Svönu minnar. Endilega kommenta :)
Pp: Two scoops
Titill: Two scoops rubon
Borði: American crafts - Hamilton

Skrappliftað frá Kelly Goree.

laugardagur, 22. mars 2008

52. síðan á árinu!


Já, skrapporkan er ótrúleg um þessar mundir, þetta er 14 síðan á 13 dögum :) Hún er gerð eftir skissu frá Beggu, og nú er ég sem sagt búin að réttlæta kaupin á öllum stimplasettunum mínum frá Inque Boutique nema einu!
En endilega kommenta :)
Pp: Fancy Pants (eitthvað gamalt sem ég átti í fórum mínum) og Signature Life (MME).
Dútl: Inque Boutique - Monarch
Blóm: Bazzill og Prima
Titill: American Craft - thickers.
Tala: Infuse.

Já, enn ein síða :)


Já, þetta er þrettándi dagurinn sem ég skrappa í röð :) Þetta er BOM verkefni, bestu vinir mínir... margar völdu að nota manninn sinn, en mér fannst sjálfgefið að Hjörtur sé minn besti vinur og skrappa margar aðrar síður um hann í BOM, svo ég notaði bestu vinina fyrir UTAN heimilið :)
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta :)
Pp: Fancy Pants
Dútl: Inque Boutique, mini stimplar og Fancy pants - Fresh Mod
Blek: SU - Chocolate Chip
Borði: American Crafts (Hamilton)
Titill: Inque Boutique, mini stimplar og American Crafts - Thickers (legwarmers).

föstudagur, 21. mars 2008

Uppáhalds árstíðin mín...


Já, ok, ok, ég gat ekki valið... Það er bara BÆÐI betra ;) Það segir mamma mín að minnsta kosti, hehe.
Þetta er ss. BOM verkefni, og pp í vorinu er úr Urban Couture, sem ég keypti auðvitað fyrir lifandi löngu en hef aldrei TÍMT að nota því hann er sko svo flottur hehe.. hann stendur nú samt alveg fyrir sínu.
Að lokum vil ég þakka öllum NÚLL manneskjunum sem kommentuðu á síðasta blogg ;)

PP: Mellow og Urban Couture
Titill: American crafts thickers - daiquiri
Rub-on: Hambly
Cb: Fancy Pants, málað með Paint dabber (espresso)og glimmeri stráð yfir.

fimmtudagur, 20. mars 2008

Páskaunginn minn :)


Já, ég virðist ætla að eiga páskaunga á hverju ári. Í fyrra fæddist Svana á föstudaginn langa, í ár fékk Margrét mín gula beltið sitt á skírdag.
Í falda journalinu stendur:
20. mars 2008, á skírdag, fórst þú í Fjölni og tókst beltapróf. Þú stóðst prófið með sóma og fékkst gula beltið. Þar með varstu orðin “páskaungi” en það kallast þeir sem verða gulbeltingar fyrir páska. Þú varst mjög kvíðin nóttina fyrir prófið og svafst illa. Um morguninn æfðirðu þig stanslaust þar til þú þurftir að fara.
Pp: Fancy Pants (about a boy).
Titill: undressed cb, málað með Crackle paint, og American Crafts thickers (platforms).
Blóm: Prima
Tala: Recess (BG)
2008: MM rubon
Takk fyrir að kíkja, alltaf gaman að fá komment :)

miðvikudagur, 19. mars 2008

Tár


Systir mín litla var í heimsókn hjá okkur í gær og við fórum á róló með allt liðið. Henni tókst að slasa sig á aparólunni og ég var akkúrat að smella af litla barninu svo ég náði þessari mynd... og fannst hún svo falleg að ég VARÐ að skrappa hana :) Kvikindið ég :) Síðan er hvorki skrappliftuð né unnin eftir skissu, sem er áskorun fyrir mig, er svo ferköntuð eitthvað að ég er sjaldan ánægð með síður sem eru bara "upp úr mér". En ég er ánægð með þessa.
Það var líka talsvert spursmál hvort ég hefði hana í lit eða svart/hvíta... ákvað eftir langa umhugsun að hafa hana í lit þar sem litirnir í henni eru svo fallegir, augun í barninu líka svo gordjöss á litinn.
Allavegana, some facts:
Pp: Infuse (BG)
Filtborði: Queen and Co
Filtskraut: Fancy Pants - Love línan
Blóm: Prima - Sprites 2
Bling: Litir og föndur
Blingswirl: Say it in chrystals (Prima)
Hjörtu: Punchuð út með hjartapunch frá EK Success
Dútlstimpill: Autumn leaves
Hringur skorinn út með coluzzle móti.
Titill: American crafts - thickers - black tie.

þriðjudagur, 18. mars 2008

5 staðreyndir um okkur


Ég fékk þessa hugmynd úr Creating Keepsakes um daginn (fæ ýmsar hugmyndir þaðan), að birta nýjustu myndirnar af hverjum fjölskyldumeðlimi fyrir sig og skrifa niður 5 random staðreyndir um hvern og einn. Þessi síða er sú 6. af 7 síðum í 7 daga áskoruninni hennar Beggu, gaman að því :)

Cs: Bazzill
Pp: Scarlet´s letter
Rub-on: Hambly
Blóm: Prima - sprites 2
Stimplar: Fancy Pants - Pollen Dust
Tölur: Autumn leaves - Foof-a-la

Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta :)

Síða nr. 46


Þessi fer í tvær áskoranir, áskorun fjögur þar sem maður átti að gera gula síðu (vona að þessi sé nógu gul hehe) og handskrifa titil. Titillinn er sem sagt málaður fríhendis á glæru og glimmeri stráð yfir, og herlegheitin svo klippt út. LOið er skrapplift frá Kelly Goree, BG hönnuði. Hin áskorunin var 7 daga áskorunin hennar Beggu, en þessi síða er sú fimmta og það átti að nota blúndur, tvær gerðir af borðum (hægra megin við mynd) og tölur, brads eða kósur (í blómi). Þetta er fyrsta síðan sem ég geri úr hinni gordjöss Recess línu og ég er bara mjög ánægð með hana. Þarna byrjaði ég líka á nýju albúmi, því Margrét á að fá albúm um skólagönguna frá 1.-10. bekk.
CS: Bazzill (úr pakka sem passar við Recess).
Pp: Recess (Basic Grey)
Die Cuts: Recess
Tala: Recess
Titill: Handskrifaður
Blóm: Primafata
Journaling: American Crafts
Borðar: American Crafts, Föndra
Blúnda: Fancy Pants
Rub-on: Cosmo Cricket

Áskorunina vaaaannn:

Margrét Rún dró samviskusamlega miða úr skál og fannst þetta rooosalega skemmtilegt. Hún og Hrafnhildur voru lengi að bræða með sér hvaða miða átti að velja, en á endanum varð einn fyrir valinu og nafn Þórdísar stóð á honum (Þórdísar Þórhalls, sem sagt, ekki Þórdísar Guðrúnar). Svo til hamingju, skvís, þú átt fallega stimpla hjá mér :)

Að lokum, vegna aðdróttana um að ég hafi ekki saumað á síðu 4 í 7 daga áskoruninni vil ég benda á að það er saumað undir "þeirra" :)

Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta.

sunnudagur, 16. mars 2008

150 bloggfærslur!


Og af því tilefni ætla ég að draga út einhvern sem kommentar hérna og senda henni RAK :)
Þessi síða er um systkini mín, börn pabba, Jökul, Garp og Uglu. Margrét mín slæddist þarna með af því að hún var með Uglu á myndinni bara... Ég ákvað út af flóknum fjölskyldutengslum að gera bara opnu um systkini mín, aðra síðuna um þau sem pabbi á og hina um þau sem mamma á. Þar sem ég á nú fimm sko...
Allavegana...
Pp: Periphery
Tölur: Periphery
Chip shapes/Die cuts: Periphery
Blóm: Prima
Dútlbling: Say it in chrystals (prima)
Stafalímmiðar: Periphery
Rubon: MM (Stafa), Hambly

laugardagur, 15. mars 2008

Feðgin...


Já ég skrappaði víst síðu af Svönu og mér í fyrradag svo nú er komið að Margréti og Hirti :) Sú skemmtilega nýbreytni er á þessari síðu að Hjörtur journalaði :)
Þetta er líka í sjö daga áskorunina hennar Beggu og þetta er dagur 3 :)
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta!

Pp: Periphery, Scarlet letter
Borðar: Queen & Co (filt), virka (blúndu), Maya Road (ric rac).
Blóm: Prima (úr fötu sem ég keypti hjá Fríðu í dag).
Tölur: Periphery
Tag: Scarlet Letter.
Rub-on: Bo Bunny.
Titill: American Craft thickers.

föstudagur, 14. mars 2008

Dagur 2 - í áskorun :)


Og ég er enn með :) Skilyrðið í dag var rub-on/glæra/stimpill og tvær myndir. Það er gaman að segja frá því að akkúrat þessar tvær myndir voru síðastar í bunkanum mínum alræmda, svo nú er hann bara tómur (eða sko bara myndir eftir sem ég er að geyma viljandi). Allar myndirnar sem ég átti eru skrappaðar! Húrra húrra haaaalelúja...
Dútlblingið gerði ég sjálf úr blingi sem ég keypti í FK scrap í gær. Var ekkert SMÁ mikil vinna sko...

Eníhú, muna að KOMMENTA stelpur...
Pp: Periphery (Basic Grey) - innri pp klipptur eftir MM pp
Blóm: Prima
Titill: Inque Boutique stimplar, embossaðir með Whispers púðri, hvítu
Chipboard & Diecut: Periphery
Rub-on (á myndum): Hambly
Takk fyrir að kíkja!

fimmtudagur, 13. mars 2008

Nýji Prima pp...


Já það er ekki seinna vænna að drífa í þessu ;) Það kom sem sagt sending í búðina í dag frá Prima og ég varð að skrappa úr þessum gordjöss gordjöss pp strax á stundinni! Ég er líka nýbúin að fá blek í prentarann og prentaði myndir út í þessa síðu, en Hjörtur tók þær af okkur Svönu í dag :)
Þessi síða er fyrir áskorun á scrapbook.is, sem sagt 1 LO á dag í 7 daga. Skilyrðið fyrir fyrstu síðuna var að maður þyrfti að nota chipboard swirl og a.m.k. 10 blóm á hana. Ég játa að mér fannst bara gaman að nota chipboard, enda að reyna að vinna niður birgðirnar svo ég megi kaupa meira þegar nýja Fancy Pants dótið kemur... en blómin voru erfiðari. Ég á mjöööög lítið af svona dirty pink blómum eða bleikbrúnum... og er búin að kúpla mig út úr að nota svona mikið af blómum. En þetta hafðist allt saman...

Pp: Prima (Whispers)
Blóm: Prima (Bitty bag og Carribean collections)
Chipboard: Fancy Pants Big board - málað með akrílmálningu og Martha stewart glimmeri stráð yfir.
Tölur: Infuse (BG)
Titill: Infuse (BG)
Journal: American crafts penni
Scallop: Scallop skæri (föndra)

miðvikudagur, 12. mars 2008

Litla skott


Já, þetta erum víst ég og Margrét mín fyrir tæpum níu árum. Þarna var hún ellefu mánaða, á sama aldri og Svana er núna, og ég tæplega 21...(og ljóshærð!!) tíminn flýgur!
Þó ég sé ekkert ógurlega bleik hafði ég gaman að þessari síðu. Chipboardið er málað tvisvar og í seinni umferðinni stráði ég Martha Stewart glimmeri á það. Blinghjartað og dútlið er bara handgert. Takk fyrir að skoða, endilega kommenta!

pp: infuse
tölur: infuse
Titill: infuse stafalímmiðar
Bling: Föndurstofan (stenboden)
Chipboard: Fancypants (flourishes)
Borði: American Crafts - Hamilton
Blóm: Prima

Velta :)


Skrappaði loksins þessar myndir af fyrstu veltunni hennar Svönu...fannst þær erfiðar út af öllum litunum. Þetta er skrapplift frá Rodeogrrl af scrapbook.com. Þetta eru "gamlar" myndir, síðan í júní.
Pp: Periphery
Cb: Fancy Pants, gullembossað
Bling: Say it in Chrystals (Prima)
Blóm: Prima
Titill: BG cb(sweet) með samsvarandi stöfum
Tölur: Periphery
Rub-on: Bo bunny
Dútl stimpill: Technique Tuesday (Postcards in Paris)
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta :)

mánudagur, 10. mars 2008

Skrapplift frá Gabriellep


Já, ég er heima með kvef og hausverk, en tókst að hrista fram úr erminni eins og eitt skrapplift í geggjuðu aðstöðunni minni, en ég vakti fram á nótt við að fá hana skipulagðari og fínni í gær. Hér er niðurstaðan.
Pp: Mellow (Basic Grey), Bohemia II, American Crafts.
Rub-on: BG (wholy cow, fudge)
Titill: MM rub-on (beach)
Blóm: Prima (sprites I, Whispers, fata með stórum), Die cuts úr Mellow
Tölur: Mellow
Bling: Say it in chrystals (prima)
Scallop gerður með því að strika eftir Bazzill scallop pp og klippa út. Svarti var svo pússaður með BG þjölunum og gataður með Crop-a-dile.
Minni scallop gerður með scallop skærum.
Journal: American Crafts brúnn penni.

föstudagur, 7. mars 2008

BOM - uppáhaldsmaturinn


Já þetta er fyrir áskorunina hennar Ingunnar (7 af 10) og hér eru skilyrðin sem hún uppfyllir:
1. Bazzil (bakgrunnur)

2. Rub-on (MM stafarubon og K&Co vetrarrubon bak við myndina)

3. Tölur (Mellow)

4. Raspaðir kantar á mynd/um. (jebb)

5. Handteiknað textabox, lokað, með handskrifuðum texta. (jebb, gert með uniball signo penna).

6. Aðallitur þarf að vera í að minnsta kosti 3 gerðum af efni. t.d pappír, blóm, brads... (bakgrunni, mynstruðum pp og þræði í tölum).

10. handsauma. Það er nóg að sauma tölur. (jebb).

CS: Bazzill
Pp: Basic Grey, mellow
Filtskraut: Fancy Pants
Blóm: Prima (whispers)
Tölur: Mellow
Titill: Thickers (AC) Sprinkles.
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta!

miðvikudagur, 5. mars 2008

Síðasta síðan í fjölskyldualbúmið!


Já, þar kom að því, fyrsta skrappaða fjölskyldualbúmið er tilbúið :) Þvílík hamingja í gangi yfir því auðvitað... En þessa síðu vantaði inní, þetta er síða úr skírnarveislunni hennar Svönu minnar. Þarna er tertan og tvær myndir úr veislunni.

Pp: My mind´s Eye - Bohemia II - Bella - Pretty little Girl.
Journaling card: Fylgdi með línunni.
Blóm: Prima sprites I.
Titill: American Crafts - thickers - black tie.
Splitt: American Crafts
Rub-on: Bo Bunny.

Pp er klipptur eftir Autumn leaves pp.
Takk fyrir að skoða, endilega kommenta!

þriðjudagur, 4. mars 2008

Vinir...


Já, þessi síða fær mig út af "comfort zone"inu mínu á svo marga vegu... pp er meira "hyper" en ég er vön, margir litir í myndunum, ég er ekki vön að nota cb sem er ekki swirls eða stafir, og túrkís held ég að ég hafi aaaafar lítið notað í gegn um tíðina... en ég gerði þessa fyrir túrkís áskorunina hennar Þórdísar þó seint sé. Keypti spes pp og allt... ´
Þessi síða er liður í að vinna niður útprentaðar myndir... er núna með ákaflega fáar myndir eftir sem ég á eftir að skrappa úr, enda ætla ég eftir þetta holl að fara að prenta bara fyrir hverja síðu fyrir sig.

Cs: Bazzill
PP: American Crafts
Cb: Fancy Pants, klætt með AC pp og pússað með BG þjölunum
Blóm: Prima sprites
Splitt: American Crafts - medium white
Dútl: Uniball Signo

Takk fyrir að skoða, endilega kommenta!

Sumarfrís/ferðalagaalbúm 2007


Þessi síða er úr skrappliftileik nr. 4... falið skrapplift. Var allt of sein með hana, því miður, en þetta hafðist að lokum... gerði síðuna úr Infuse, með tölum úr Infuse, stöfum úr Infuse og blúndu frá Fancy Pants... endilega kommenta :)