sunnudagur, 30. mars 2008
update: ÞRJÁR síður ;)
Ég gæti fundið upp á að skrappa eina enn í kvöld, svo þá bæti ég við þennan póst.
Þessar síður eru sem sagt úr skrappliftinu, og hin er fyrir áskorunina hennar Þórdísar.
Skrappliftsíðan er úr periphery með Hambly glæru og AC rubon titli.
Nýja síðan er úr New garden, með FP cb og prima whispers blómi og SÍÐASTA brúna blóminu mínu úr sprites!
Update: Já, ég skrappaði víst í kvöld... Þessi síða var ekki alfarið án fórnarkostnaðar, því í miðri síðu rakst ég í blingboxið mitt (sem er STÚTFULLT af blingi)og allt fór út um allt. Svo næsta verkefni liggur fyrir.... Er þetta í fyrsta skipti sem þetta geri, heyri ég ykkur spyrja? NEI, þetta er í FIMMTA skipti sem þetta kemur fyrir og þá er ég bara að tala um ÞETTA ÁKVEÐNA BOX. Það jákvæða við þetta skipti eru að öll blingin eru á borðinu mínu! hehe
En pp er New Garden, enn eina ferðina, og nú er línan líka búin, bara nokkrir afskurðir eftir sem fá að fara í afgangapokann. Whispers skreytir þessa síðu eins og hinar úr New Garden, það passar bara svo vel við, eitthvað.
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
virkilega skemmtilegar síður
Skrifa ummæli