laugardagur, 8. september 2007
2 lítil kort...
Við erum að fara í tvö afmæli, hjá Golla (manninum hennar mömmu) og svo er Margrét að fara í afmæli hja bekkjarsystur sinni í Smáralind.
Ég byrjaði á því að stimpla og lita Frosty kallinn frá SU, en ég fékk hann í gær. Stimplaði 6 svoleiðis gaura. Ég stimplaði líka 3 litlar mýslur og litaði og 2 skeljamyndir en litaði bara aðra þeirra.
Ég skellti svo í tvö lítil kort, helmingi minni en þau sem ég geri vanalega.
Gula kortið er handa vinkonu Margrétar. Notaði BG afgang í það, og afgang af gulum Bazzil. Skar út með scallop Coluzzle móti.
Bláa kortið er svo handa Golla, skeljamyndin er stimpluð og vatnslituð, límd á Fancy Pants afgang sem er svo límdur á Blush - Charmed bút, sem ég embossaði með Cuttlebug móti. Borðinn er úr Söstrene Grenes.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Rosa flott kort hjá þér.
kjút kjút efra kortið og æðiselga flott skeljamyndin, finnst hún geggjuð :)
Skrifa ummæli