föstudagur, 15. febrúar 2008

8 ára afmælið :)


Jæja, loksins er síðan frá 8 ára afmælinu komin (barnið er orðið 9 *hóst*). Eitt af örfáum verkefnum sem eru eftir til að ég sé alveg komin í ágúst 2007. Á svo eftir að skrappa öskudag 2007, eina snjóþotuferð, vinasíðu fyrir Svönu, eina síðu með Svönu og afa Rúnari og þá er ég klár... :) Alltaf svo gaman að sjá fram á að klára einhver verkefni.
Ég ætla að halda upp á afmælið mitt í kvöld, það verður fámennt en góðmennt og ég hlakka mikið til, geri allt of lítið af svona "fullorðins" hlutum... er svo að fara í leikhús annað kvöld :)

En efnið í síðuna er svona:
Pp: Perhaps (Basic Grey)
Blóm: Prima - Sprites 1
Bling: Litir og föndur (glært)
Cardstock (með scallops): Bazzill
Titill: Bazzill chipboard (magarita)
Journaling: Skrifað með American Crafts penna.
Takk fyrir að kíkja og endilega kommenta :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æðisleg :O)

stína fína

hannakj sagði...

vá æðisleg!!!