fimmtudagur, 20. mars 2008

Páskaunginn minn :)


Já, ég virðist ætla að eiga páskaunga á hverju ári. Í fyrra fæddist Svana á föstudaginn langa, í ár fékk Margrét mín gula beltið sitt á skírdag.
Í falda journalinu stendur:
20. mars 2008, á skírdag, fórst þú í Fjölni og tókst beltapróf. Þú stóðst prófið með sóma og fékkst gula beltið. Þar með varstu orðin “páskaungi” en það kallast þeir sem verða gulbeltingar fyrir páska. Þú varst mjög kvíðin nóttina fyrir prófið og svafst illa. Um morguninn æfðirðu þig stanslaust þar til þú þurftir að fara.
Pp: Fancy Pants (about a boy).
Titill: undressed cb, málað með Crackle paint, og American Crafts thickers (platforms).
Blóm: Prima
Tala: Recess (BG)
2008: MM rubon
Takk fyrir að kíkja, alltaf gaman að fá komment :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

skemmtileg síða, flott hjá henni að ná gulabeltinu :O)

hannakj sagði...

vá svo dugleg stelpa!!! geggjuð síða!!