miðvikudagur, 19. mars 2008
Tár
Systir mín litla var í heimsókn hjá okkur í gær og við fórum á róló með allt liðið. Henni tókst að slasa sig á aparólunni og ég var akkúrat að smella af litla barninu svo ég náði þessari mynd... og fannst hún svo falleg að ég VARÐ að skrappa hana :) Kvikindið ég :) Síðan er hvorki skrappliftuð né unnin eftir skissu, sem er áskorun fyrir mig, er svo ferköntuð eitthvað að ég er sjaldan ánægð með síður sem eru bara "upp úr mér". En ég er ánægð með þessa.
Það var líka talsvert spursmál hvort ég hefði hana í lit eða svart/hvíta... ákvað eftir langa umhugsun að hafa hana í lit þar sem litirnir í henni eru svo fallegir, augun í barninu líka svo gordjöss á litinn.
Allavegana, some facts:
Pp: Infuse (BG)
Filtborði: Queen and Co
Filtskraut: Fancy Pants - Love línan
Blóm: Prima - Sprites 2
Bling: Litir og föndur
Blingswirl: Say it in chrystals (Prima)
Hjörtu: Punchuð út með hjartapunch frá EK Success
Dútlstimpill: Autumn leaves
Hringur skorinn út með coluzzle móti.
Titill: American crafts - thickers - black tie.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Flott síða, flottir litir í henni og flottur titillinn og flott filtskrautið :)
ohh greyið. En flott moment! Frábær síða!!
Skrifa ummæli