mánudagur, 10. september 2007

Jæja.. skrapp í gær :)



Ég gerði síðu í gær og þvílíkur erfiðleikapési!
Ég byrjaði á að velja pp og líma pp 1 á pp 2. Heyrðu, það var flott. Svo límdi ég myndirnar niður og ætlaði að setja titilinn á með ruboni... missti rubonblaðið á myndirnar og það bara "bonded instantly" svo að dóttir mín var með "abbi" tattúverað yfir allt höfuðið allt í einu.
Jæja, myndunum varð ekki bjargað, svo ég tók þær af og valdi nýjar. Já, setti svo rubon titil á og þrjú blóm... hvít dútlrubon og bling á það. Svo leit ég á síðuna mína... já hún var LJÓT... bara ofsa ofsa ofsa LJÓT.
Svo ég tók hana með mér heim (var hjá vinkonu minni að skrappa) og ákvað að henda henni ekki alveg strax, heldur geyma hana til morguns. Jú, ég gerði það, og í morgun byrjaði ég að reyna að lækna hana...
Mér tókst svona nokkuð vel til, held ég, en þessi síða fer aldrei í mínar uppáhalds :)
Henti einu korti með, sem ég gerði í gær, önnur útgáfa af Snæfinni, kallinum :)

1 ummæli:

Sandra sagði...

Hvaða vitleysa... þessi síða er ekkert ljót!