laugardagur, 15. september 2007

Laugardagsskrapp


Hmm... nú er nýji BG að koma, svo ég verð að reyna að klára "gamla", þ.e. Perhaps, Stella Ruby, Infuse og Scarlet Letter... Þessi síða er ein af mínum ótrúlega fáu últrableiku... ótrúlega fáu af því að ég á nú tvær stelpur. Ég nota ósköp lítið bleikt yfir höfuð... fíla það ekki eins vel og aðra liti.
Allt um það, mér tókst sem sagt að kála 2 BG síðum í þessa síðu, notaði stórt blóm sem ég held örugglega að ég hafi fengið í RAKi frá Jónu, eyrnalokkaskraut sem ég keypti í útsölunni í Garðheimum... Prima pressed n´petals, sem ég var að muna að ég á.. og svo IN MY WORDS, fancy pants journal stimplana!
Eins og ég bölvaði þessari síðu í sand og ösku meðan hún var í vinnslu, er ég bara þokkalega sátt! :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðisleg síða hjá þér. Flottur þessi bleiki litur, svona frekar gamaldags og passar stóra blómið og eyrnalokkaskrautirð rosalega vel við.

Unknown sagði...

Yndisleg hjá þér :)

Nafnlaus sagði...

Æðisleg síða ég fíla hana mjög vel en ég var eins og þú fílaði ALLS ekki bleikt svo eignaðist ég 2 stelpur og þær ELSKA bleikan og hreinlega smituðu mig mér finnst hann mjög flottur í dag þótt ég gangi ekki í bleiku.

ææ þetta var smá útidúr

kveðja
Árný

Nafnlaus sagði...

Flott síða

Sara sagði...

flott síða, ég fíla sko FP stimpilinn :)