laugardagur, 24. nóvember 2007

Nýjar síður :)



Já, þetta er víst afrakstur fimmtudagskvöldsins... ég fór og skrappaði með einni vinkonunni. Ég ákvað að skrappa SÍÐUR og ekki í jólagjafaalbúmin... er að fá nett ógeð á þessu jólaskrappi alla daga og farin að sakna þess að skrappa síður. Er nú líka komin með dágóðan bunka af nýju dóti síðan ég byrjaði að vinna í Scrap og var svolítið farið að klæja í puttana að koma því í gagnið. Svo ég ákvað: Ekkert jóla, engir afgangar og NÝTT DÓT... tók bara með mér nýjan BG pp (periphery, mellow, recess og obscure) og nýja dótið úr Scrap...
Í síðuna "laumufarþegi" notaði ég pp úr "Mellow" línunni. Blómin eru hekluð posies frá Fancy Pants (Harvest) og die cuts úr "Mellow". Titillinn MM rubon og "Mellow" límmiðastafir. Borðinn er úr "Periphery". Myndirnar eru af Svönu í ferðatösku, en hún var sett þarna þegar mig vantaði stað fyrir hana í sumarfriinu og allt á rúi og stúi... Rubon er American crafts og úr Figgy Pudding (en holly var klippt frá).
Í síðunni "Sæta mús" er allt úr Periphery, pp, tölur, mini monos til að klæða chipboard... blómin eru svo primablóm (nærbuxna). Rubon er American crafts.

3 ummæli:

Þórdís Guðrún sagði...

æðisleg flottar síður hjá þér

Sara sagði...

Æðislegar síður og enn flottari live :)

hannakj sagði...

frábærar síður! svo sætar myndir¨!