laugardagur, 10. nóvember 2007

Stóri skrappdagurinn :)




Ohh þessi dagur var bara algjört æði. Ég tók nú hitt og þetta með mér, ákvað að gera jóladagatalið sem er búin að vera að vefjast svolítið fyrir mér... en hugmyndin er fengin hjá Söndru. Fríða í Skröppu (skrappa.is) var með bás á staðnum og komin með BG jólapp... VÁ maður hvað hann var flottur! Hann var það eina sem ég notaði í dag... eða svona svotil. Dagatalið er gert sem sagt með Figgy Pudding og primablómum. Það er gert þannig að skröppuð síðan er límd á málmplötu og svo er vírkarfa með segli skreytt og sett á hana. Chipboard stafirnir eru bazzill og ég límdi segul af ísskápnum aftan á þá eftir að hafa klippt hann í öreindir.
Jólakortin tvö eru "utan dagskrár" en Fríða var sko líka með Magnolia stimpla til sölu (flautiflautiflaut) og ég VARÐ að prófa... svo ég skellti í tvö áður en ég fór heim. Annars fékk ég líka að nota fullt af stimplum hjá öðrum og marvy puncha í merkimiðana...
Sem sagt: Góður góður dagur...

4 ummæli:

Unknown sagði...

BARA GEGGJAÐ :-) Enn flottar live samt :-)

hannakj sagði...

vá geggjað allt saman. frábært að dagurinn lukkaði svo vel

Sara sagði...

Dagatalið er bara geggjað flott og kortin eru ýkt ýkt sæt, hlakka til að fá að nota stimplana þína, haha :)

MagZ Mjuka sagði...

dagatalið er alveg meiriháttar og kortin svo sæt!:D