þriðjudagur, 18. mars 2008

Síða nr. 46


Þessi fer í tvær áskoranir, áskorun fjögur þar sem maður átti að gera gula síðu (vona að þessi sé nógu gul hehe) og handskrifa titil. Titillinn er sem sagt málaður fríhendis á glæru og glimmeri stráð yfir, og herlegheitin svo klippt út. LOið er skrapplift frá Kelly Goree, BG hönnuði. Hin áskorunin var 7 daga áskorunin hennar Beggu, en þessi síða er sú fimmta og það átti að nota blúndur, tvær gerðir af borðum (hægra megin við mynd) og tölur, brads eða kósur (í blómi). Þetta er fyrsta síðan sem ég geri úr hinni gordjöss Recess línu og ég er bara mjög ánægð með hana. Þarna byrjaði ég líka á nýju albúmi, því Margrét á að fá albúm um skólagönguna frá 1.-10. bekk.
CS: Bazzill (úr pakka sem passar við Recess).
Pp: Recess (Basic Grey)
Die Cuts: Recess
Tala: Recess
Titill: Handskrifaður
Blóm: Primafata
Journaling: American Crafts
Borðar: American Crafts, Föndra
Blúnda: Fancy Pants
Rub-on: Cosmo Cricket

Áskorunina vaaaannn:

Margrét Rún dró samviskusamlega miða úr skál og fannst þetta rooosalega skemmtilegt. Hún og Hrafnhildur voru lengi að bræða með sér hvaða miða átti að velja, en á endanum varð einn fyrir valinu og nafn Þórdísar stóð á honum (Þórdísar Þórhalls, sem sagt, ekki Þórdísar Guðrúnar). Svo til hamingju, skvís, þú átt fallega stimpla hjá mér :)

Að lokum, vegna aðdróttana um að ég hafi ekki saumað á síðu 4 í 7 daga áskoruninni vil ég benda á að það er saumað undir "þeirra" :)

Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta.

4 ummæli:

Sandra sagði...

Vá! Flott síða!! Æðislegir borðarnir og gulur er auðvitað bara flottur litur :D

Nafnlaus sagði...

Rosalega flott Síða og skemmtileg minning fyrir Margréti:O)

Til hamingju Þórdís:O)

hannakj sagði...

Geggjuð síða!! Flott hvernig þú gerðir með titillinn!

Til lukku Þórdís Þ

Nafnlaus sagði...

alveg meiriháttar síða :O)