miðvikudagur, 30. apríl 2008
30. apríl
Í dag er nauðsynlegt að minnast á hann elsku afa minn, sem hefði orðið 77 ára í dag. Afi gekk mér í föðurstað, ól mig upp, huggaði og setti á mig plástra. Hann var kletturinn minn og þakið, þangað til hann var tekinn frá okkur allt of snemma fyrir 9 árum síðan, en hann fékk krabbamein. Það sem ég myndi ekki gefa til að vera að fara út í búð að kaupa sokka og vasaklúta í dag!
Síðan er blanda af Sugared (BG) og nýja Heidi swapp dótinu. Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta.
þriðjudagur, 29. apríl 2008
Síða 85
Já, það er opinbert, ég er búin að skrappa MEIRA EN Í FYRRA!
Þessar myndir öskruðu á FP pappírinn sem ég hef hingað til verið í vandræðum með að nota. Skrapplifti þessari frá gabriellep á scrapbook.com.
Tókst að nota FP cb (gamla) og gamlan FP pp með (þann appelsínugula). Það er glimmer á cbinu þó það sjáist ekki. Titillinn er úr thickers.
Medalíurnar eru gerðar úr afgöngum og bazzill cb, þær eru fyrir Korpuskóla.
Takk fyrir að kíkja, endilega kommenta...
sunnudagur, 27. apríl 2008
Síða nr. 84!
Já og ég er búin að gera jafn margar síður 2008 og ég gerði allt árið 2007! Ekkert smá gaman að vera búin að ná því markmiði í apríl :)
Þessi síða er handsaumuð, úr Sugared, nema sterkbleiku scallopin, þau koma úr sugared. Titillinn er úr sugared límmiðastöfum sem ég litaði með inque boutique litunum.
Síða nr. 83 :)
föstudagur, 25. apríl 2008
mánudagur, 21. apríl 2008
Síða nr. 81
laugardagur, 19. apríl 2008
Ég varð auðvitað að gera "eins" fyrir Margréti mína... Sami titill, sama BG lína (sultry) og sama lag, en ekki eins texti. Fannst þessi passa betur við mitt hugarástand þegar hún fæddist, svo ég tók annars staðar úr sama laginu.
Annars tókst mér að prófa tvennt nýtt, stimpla með walnut stain distress blekinu mínu (hef alltaf notað það til að distressa og inka kanta bara), og nota glært skraut. Ég málaði kantana á hjörtunum og dýfði þeim í glimmer meðan þeir voru blautir. Það reyndar skilar sér ekkert ægilega vel á myndinni.
Blúndan er frá Prima.
föstudagur, 18. apríl 2008
Síða nr. 79 :)
Ég fór að vinna í dag og tók skrappdótið með. Þessi síða var afraksturinn, og ég hefði sko getað skrappað meira ef ég hefði átt fleiri myndir! Er að prenta út núna "as we speak". Allavega...
Pp: Sugared
Skissa: Pagemaps
Blóm: prima
Splitt: American Crafts
Stórt blóm: bazzill
Journaling stimpill: Basic Grey
Titill: Sugared stafalímmiðar
mánudagur, 14. apríl 2008
Síður 73-77
sunnudagur, 13. apríl 2008
Síður nr. 69-72
föstudagur, 11. apríl 2008
Síður nr. 67 og 68
miðvikudagur, 9. apríl 2008
Systur á náttfötunum :)
Já, er sko búin að vera að geyma köflótta Two Scoops pp fyrir náttfötin hennar Margrétar hehe.
Uppáhaldsiðjan hennar Svönu er að skríða inn til systur sinnar. Um leið og herbergishurðin er opnuð er Svana komin. Margréti finnst það oftast pirrandi, en vill samt að hún komi með til að vekja sig á morgnana. Svana elskar Rasmus, bangsann hennar Margrétar. Þessar myndir eru úr einni svona morgunstund, þar sem Svana fékk Rasmus lánaðan...
Pp: Two scoops
Die cuts: two scoops
Stimplar: two scoops
Titill: AC stafalímmiðar og stafarubon
blóm: prima pressed ´n petals
borði: periphery (held ég).
Edit: bætti einni svona "út fyrir rammann" síðu við.
Ég notaði glæruna af Technique Tuesday stimplunum mínum í blómið, ég embossaði með kopar í fyrsta skipti, titillinn er enskur, á die cut límmiða, það er photo corner... ég notaði build a frame í fyrsta skipti á síðu... vel að verki staðið :)
þriðjudagur, 8. apríl 2008
Fyrsta árið hennar Svönu
Fyrsta árið hennar Svönu er að verða tilbúið... þessi síða er um rólóferðirnar hennar. Neðsta myndin er límd á umslag úr vellum (SU) og ofan í því eru tveir miðar með journali um vorferðirnar hennar á róló. Skissan er úr apríl pagemaps og ég ætla sko að gera ALLAR aprílskissurnar... finnst þær geggjaðar! Þetta er önnur sem ég geri.
Pp: BO bunny, Fancy pants (sweet spring).
Cs: Bazzill hvítur
Kósudót: RAK, sett með crop-a-dile
Blóm: Prima, sprites og essentials 3
Splitt: American crafts
Titill: AC thickers - daiquiry
Bréfaklemma: MM noteworthy
Vellum umslag frá SU.
mánudagur, 7. apríl 2008
Ný síða...
Mér tókst að gera síðu í dag, en fékk þá flugu í höfuðið að sauma allan hringinn í kantinn á henni, sem tók eilífðar tíma, og svo náði ég ekkert að skrappa meira í dag. Ég tók mynd af síðunni í þetta skipti af því að skanninn neitaði þrjóskulega að sýna fínu saumana sem tóku svona langan tíma.
Pp: Crate - brunch
Borði: Bo bunny
Titill: AC thickers - daiquiry
Blóm: prima - sprites
Vísurnar eru eftir tengdapabba. (G. Rúnar Kristjánsson).
þriðjudagur, 1. apríl 2008
Já þessi er sko "út fyrir rammann" hehe. Pp kemur frá þremur framleiðendum, ég notaði LÍMMIÐASTAFI, dútlstimplaði þá, bjó til mitt eigið blingswirl og blingskraut inni í blóminu með stimplum frá Inque Boutique og límpenna.
Pp: Bo bunny, Prima, Bohemia
Bling: Föndurstofan
Stimplar: Lotsadots (Inque boutique)
Tags: BG (perhaps)
Titill: American crafts rubon (Ned jr) og límmiðar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)