Síðan síðast er ég búin að gera tvær síður í Margrétar albúm, og afmæliskort handa Hrafnhildi systur. Setti það ekki hér inn, og nenni því heldur ekki núna.
Ég fór með allt skrappdótið í frí á Skagaströnd, en tók það ekki einu sinni upp úr töskunni. Svo það var fyrst í dag sem ég náði að koma einhverju í verk.
Þessi síða olli mér heilabrotum, ég átti erfitt með að ákveða hvað ég ætti að gera við hana.
Er nokkuð ánægð með hana bara.
Myndirnar eru af Svönu í fanginu á föðurafa sínum og ömmu í fyrsta skiptið. Þessi síða er búin að vera á dagskrá lengi, á móti síðu með myndum af henni með mínum foreldrum. Þetta er FÁB verkefni, "með ættingjum".
Pappír er allur Basic Grey, Grunnsíðan er Sweet Pea Alyssa; Scattered Flowers.
1 ummæli:
Vá flott þitt "take" á skissunni hennar Þórunnar. :)
Vonandi vinnur þú SG kassann ef ég vinn hann ekki...híhíhí! But don´t get your hopes up to high...I´m feeling lucky!!! hnéhnéhné :D
Skrifa ummæli