og ég var allt kvöldið að vandræðast bara með forsíðuna! Notaði K-Ology, Fancy Pants Chipboard (er það ekki gordjöss) og Prima blóm... Borðarnir eru úr skúffunni hennar Söru :)
Pokaalbúmið á að vera um síðasta daginn minn á leikskólanum, mamma gerði svona lítið flettialbúm (plast gamaldags) með athugasemdum á spássíunum og það er gjörsamlega að detta í sundur. Langaði að koma þessu í öðruvísi form... ætla samt að skanna myndirnar til öryggis.
Hef hugsað mér að skanna athugasemdirnar hennar mömmu og prenta þær út á einhvern flottan pappír (eða tags)...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli