Myndirnar eru af Svönu minni, þegar hjúkrunarfræðingurinn kom í heimsókn og fjögurra vikna daman reisti sig bara upp á handleggina og hélt haus í margar, margar mínútur... Berglind hjúkrunarkona vissi ekki hvert hún ætlaði af undrun, sagðist aldrei hafa séð svona lítið barn gera þetta.
Pappírinn er allur úr Stella Ruby. Chipboard er Fancy Pants Big board og Biggest Board, var sko búin að mála þetta stóra bleikt fyrir síðustu síðu, en svo passaði það ekki, svo ég varð að skrappa aðra síðu. Það verður að nota þetta sko...
Blómin eru prima, dútlstimplar úr nýju AL stimplunum mínum, Elegant flourishes, og journalboxið sömuleiðis úr nýja AL stimplapakkanum.
2 ummæli:
Mér finnst þessi æði, fíla svo pp og lo og sætar myndir audda :)
Geggjuð síða!!! og jiminn...er hægt að vera meira krútt??? :D
Skrifa ummæli