Jæja, hér er sónarsíðan. Prentaði út myndir í gær, ætlaði að klára hana í gær en fór að leita að skissu fyrir hana og fann svo margar geggjaðar skissur að ég auðvitað týndist í skissuheimum við að prenta og prenta...
Þessi er eftir Valerie Salmon. Pappír er úr Stella Ruby, blómin eru MM blóm, Chipboard er Fancy Pants Big Board (Brackets, Labels and Tags). Rammarnir utan um litlu myndirnar eru líka MM.
Þetta er enn og aftur síða sem er búin að hvíla á mér og ég er búin að bíða og bíða með... en að venju er ég líka rosa ánægð með hana :)
Svo var ég að fá fuuullt af geggjuðum pappír, þar á meðal 3 nýjar BG línur (og þegar ég segi nýjar... það er bara ein þeirra ný, en ég hef enga þeirra átt áður ;)
Textinn á síðunni er: 25. september 2006 fórum við í hnakkaþykktarmælingu og fengum að vita að það væri allt í lagi með þig. Mamma drakk fullt af trópí og þú spriklaðir svo mikið að það var erfitt að mæla. 16. nóvember fórum við svo í 20 vikna sónar og fengum að vita að þú værir
stelpa, okkur til mikillar gleði...
stelpa, okkur til mikillar gleði...
1 ummæli:
æðisleg síða, flott í stíl við bumbusíðuna :)
Skrifa ummæli