Jæja, ég er alveg að verða búin með albúmið hennar Margrétar, og þar með minn skrappferil í 8.5 x 8.5. Ætla í MESTA lagi að gera pokaalbúm eða sérverkefni í þessari stærð... ALDREI aftur svona fjölskyldualbúm. Eftir þessar 2 er 1 opna eftir, 2 baksíður og 1 forsíða... og svo búið, JEIJ...
Ég var líka að panta kirkju í dag, en við Hjörtur ætlum sem sagt að gifta okkur 5. júlí á næsta ári í Kópavogskirkju :)
Heyriði... það væri nú voða gaman að fá komment, er farið að líða eins og ég sé að senda flöskupóst hérna...
3 ummæli:
Glæsilegar síður hjá þér :)
og frábært með brúðkaupið :)
Æðislegar síður hjá þér. Gaman að sjá fyrir endan á verkefnum sem maður er að gera.
Það er sko eins gott að panta tímanlega kirkju og prest ef maður ætlar að fá það sem maður vill. Kópavogskirkjan er svo kósý.
Æðisleg opna og innilega til hamingju með að vera búin að ákveða daginn! :D
Skrifa ummæli