Jæja, enn ein Stella Ruby síðan, ég er svo ánægð með þessa!
Skissan er eftir Þórunni, er búin að vera að spara þessa svolítið, hef sko ekki tímt henni í hvaða mynd sem er! Þessi mynd er í sérstöku uppáhaldi hjá mér af feðginunum. Þetta er FÁB verkefni, pabbaknús.
Pappírinn er úr Stella Ruby. Nú fer sá pakki að verða búin, á 1 heila síðu eftir og svo pínuponsu afganga. Ég ætlaði alltaf að kaupa annan pakka, en held að ég geri það ekki, eftir að hafa skrappað hann nánast allan (og á pottþétt eftir að klára hann alveg) er ég alveg komin með nóg sko... sé samt pínu eftir honum, hann er svo gordjöss, en nú á ég Infuse og Scarlet Letter til að byrja á...
Titillinn er Stella Ruby Alpha Stickers. Rubon er Elements: Vine Border (BG líka) og dútlið hinumegin (vinstra megin) er AL stimplarnir: Elegant Flourishes. Blómin eru Gógó-blómin... (eða Prima: Sprites fyrir þá sem keyptu ekki hjá Gógó)
1 ummæli:
æðisleg síða, ekkert smá sæt mynd af þeim :)
Skrifa ummæli