laugardagur, 18. ágúst 2007

Afmæliskort...


Ég er að eflast í kortagerðinni... sat og litaði 12 stimplaðar myndir (á sko fullan kassa af stimpluðum myndum...) í kvöld og ákvað svo að gera eitt kort áður en ég skreiddist í bólið.
Grunnpappírinn er bazzill, þar ofan á kemur cs frá provo craft sem ég embossaði í sizzix vélinni með cuttlebug embossing folder. Hinn pappírinn er allur Blush.. ég er dugleg að nota þá afganga. Textinn er prentaður út.
Stimpillinn er svo að sjálfsögðu House Mouse... Ég er svo ánægð með þetta kort, finnst það æðislegt :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mjög sætt kort hjá þér :) ..það er svo hrikalega skemmtilegt að stimpla og lita...ég er algjörlega búin að missa mig í kortagerðinni ;)

Nafnlaus sagði...

Þessi kort eru æðisleg hjá þér og embossing folderarnir koma alveg sjúklega vel út.

Gislina sagði...

Æðislegt kort, var líka (haha) að gera svona músarkort i gær. Furðulegt ekki satt :-)

Nafnlaus sagði...

Æðislegt kort :)
kv Björk

Sara sagði...

geggjað flott kort :) ég þarf að vera duglegri að gera kort hmm