Enn geng ég á birgðir stimpluðu myndanna... litaði 12 stk í gær og er búin að gera úr 2 þeirra... Þetta skannaðist skringilega, í raunveruleikanum eru litirnir mun bjartari.
Þetta kort er í öllu falli handa Einari vini mínum og frænda, en hann heitir "Einar vinur minn" heima hjá mér. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf heilsað honum svona og þetta hefur orðið uppspretta mikilla umræðna hjá okkur, einu sinni sagði hann mér t.d. að hann gæti ekki verið vinur minn í dag. Nú, af hverju ekki, spurði ég, og þá sagði hann mér að hann væri vinur Ömmu í dag og maður gæti sko bara átt einn vin í einu.
En hann er löngu læknaður af þeirri hugmynd og heilsar mér alltaf hinn glaðasti: Hæ Hinduj minur minn! þegar hann sér mig.
Stimpillinn er House Mouse (úr stimplaswappinu, held ég), CS (card stock, mamma) er Prism, blóm Prima, PP (patterned paper, mamma) Crate (Hampton Collection).
2 ummæli:
Mjög sætt kort hjá þér :)
Mjög sætt kort hjá þér :)
Skrifa ummæli