miðvikudagur, 5. september 2007


Jæja, mín skellti bara í síðu í kvöld. Hjörtur var svo elskulegur að sjá um Svönu, Margrét Rún svo elskuleg að skella sér í bað, svo mín þrjóskaðist við og skrappaði...
Fjólublái pappírinn kemur úr minni allra fyrstu ferð í "Húrígúrí" til hennar Steinu krúttbollu... þar keypti ég mínar allra fyrstu stöku 12 x 12 síður... Er semsagt búin að eiga þetta GEÐVEIKT lengi og hef aldrei getað notað hann... en hann kemur frá Scrapworks og heitir Skinny, radar desire.
Blómin eru frá Prima og borðinn lilla líka, hinir "borðarnir" eru skornir úr K & Co pp... Myndirnar eru svo af Margréti ofurfyrirsætu, nýklipptri. Þessi klipping er merkileg fyrir þær sakir að þetta var fyrsta klippingin sem hún valdi sér ALVEG sjálf :)

4 ummæli:

Sara sagði...

Sæt síða og flott blómin og audda klippingin á stelpunni, fíla alveg þennan skátopp á henni :)

Hildur Ýr sagði...

jaaaá... hún valdi hann a.m.k. sjálf í þetta skipti hehe

Nafnlaus sagði...

Rosalega sæt síða... hvaða pp er þetta?

Hildur Ýr sagði...

Hann heitir Skinny - radar desire og er frá Scrapworks... eldgamall alveg, eins og stendur í færslunni :)