sunnudagur, 29. júlí 2007



Jæja, enn ein Stella Ruby síðan, ég er svo ánægð með þessa!

Skissan er eftir Þórunni, er búin að vera að spara þessa svolítið, hef sko ekki tímt henni í hvaða mynd sem er! Þessi mynd er í sérstöku uppáhaldi hjá mér af feðginunum. Þetta er FÁB verkefni, pabbaknús.

Pappírinn er úr Stella Ruby. Nú fer sá pakki að verða búin, á 1 heila síðu eftir og svo pínuponsu afganga. Ég ætlaði alltaf að kaupa annan pakka, en held að ég geri það ekki, eftir að hafa skrappað hann nánast allan (og á pottþétt eftir að klára hann alveg) er ég alveg komin með nóg sko... sé samt pínu eftir honum, hann er svo gordjöss, en nú á ég Infuse og Scarlet Letter til að byrja á...

Titillinn er Stella Ruby Alpha Stickers. Rubon er Elements: Vine Border (BG líka) og dútlið hinumegin (vinstra megin) er AL stimplarnir: Elegant Flourishes. Blómin eru Gógó-blómin... (eða Prima: Sprites fyrir þá sem keyptu ekki hjá Gógó)

1 ummæli:

Sara sagði...

æðisleg síða, ekkert smá sæt mynd af þeim :)